Árbók VFÍ - 01.06.1993, Page 284
4-5
Dr. Guðleifur M. Kristmundsson
Afhleðslustraumur í háspenntu jafn-
straumskerfi með löngum sæstreng
vegna straumskiptifeila í áriðli
1 inngangur
Útflutningur á raforku um sæstreng hefur verið í skoðun hér á landi og til umræðu við og við
um nokkuð langt árabil. Hugmyndin er því ekki ný af nálinni en hún er enn í hæsta máta at-
hyglisverð, m.a. frá sjónarhóli verkfræðinnar.
Grunntæknin við orkuflutning með háspenntum jafnstraumi, (High Voltage Direct Current,
HVDC), er vel þekkt og margreynd við íjölbreytilegustu aðstæður víðsvegar um heim. Núver-
andi staða tækninnar leyfir orkullutning um miklar vegalengdir og athyglin beinist nú að því í
auknum mæli að flytja raforku á milli landa enn lengri vegu en áður. Lengsta sæstrengssam-
band, sem nú er í rekstri, er Fennoscan á milli Svíþjóðar og Finnlands, um 200 km langt. Verið
er að skoða lengri sambönd, m.a. milli Noregs og Þýskalands, en það yrði um 600 km að
lengd. Stysta vegalengd á erlendan raforkumarkað frá íslandi er til Skotlands, um 1.000 km, en
einnig hefur verið rætt um tengingu við Holland, allt að 1.800 km vegalengd.
Ef tengja á raforkukerfi íslands og
annarra landa með þessum hætti þarf að
skoða viss grunnatriði mjög ítarlega strax
í byrjun. Þó að verkefni sem þelta sé nú
talið tæknilega framkvæmanlegt munu
úrlausnir að líkindum krefjast nokkurra
endurbóta á núverandi tækni.
í þessari grein er sjónum beint að ein-
um afmörkuðum þætti HVDC kerfa, sem
einkum tengist hönnun á endabúnaði, m.a.
þýristorlokum straumskiptistöðvanna.
Athugaður er afhleðslustraumur frá löng-
um sæstrengjum, vegna skammhlaups af
völdum truflana, sem eiga upptök í enda-
búnaðinum sjálfum. Tölvuhermun er not-
uð til að skoða hegðun aflileðslustraums-
ins og hvernig stærð hans er tengd þeim
þáttum heildarkerfisins, sem ráðandi eru í
þessu tilliti.
Guðleifur M. Kristmundsson iauk prófi í raf-
magnsverkfræði frá Háskóia íslands 1974, og
stundaði síðan framhaldsnám í sjálfvirkum
stjórnkerfum við Lunds Tekniska Högskola vet-
urinn 1974-1975. Hann hlaut M.E. gráðu í raf-
magnsverkfræði frá University of Florida 1984
og Ph.D. gráðu frá sama skóla 1989, báðará
sviði raforkufræða. Verkfræðingur hjá Lands-
virkjun 1975-1982 og 1989-1993. Stundakenn-
ari við verkfræðideild Háskóla íslands 1978-
1982, aðjúnkt við sama skóla 1989-1993 og
settur dósent 1993. Guðleifur er formaður
menntamálanefndar VFÍ
og íslandsnefndarFEANI.
Hann erfulltrúi VFÍ í stjórn
Endurmenntunarstofnunar
Háskóla íslands og í
Sammennt/COMETT.
Guðleifur er formaður
Fagstjórnar um stöðiun í
raftækni.