Árbók VFÍ - 01.06.1993, Page 287
Afhleðslustraumur 285
bakvafa, en það er nauðsynlegt við 12-
púlsa rekstur. Frá afriðilsstöð fer jafn-
straumurinn um jöfnunarspólu og síðan
um loftlínu eða streng til áriðilsstöðvar
í móttökuenda, þar sem honum er aftur
breytt í riðstraum.
Ekki er nauðsynlegt að sama tíðni sé
notuð í riðstraumskerfunum tveimur,
þar sem jafnstraumssambandið veitir
vissarafrænaeinangrun. Dæmi af þessu
tagi er Itaipu-sambandið í Brasilíu. í
því tilviki tengist afriðilsstöðin 50 Hz
riðstraumskerfi Paragúvæ, á landa-
mærum þess við Brasilíu. en áriðils-
stöðin, sem er nálægt Sao Paulo,
vinnur inn á 60 Hz veitutíðni Brasilíu.
Þessi einangrunareiginleiki HVDC
kerfa kemur einnig að notum í svo-
kölluðum „bak í bak“ samböndum, þar
sem tilgangurinn erbeinlínis, aukorku-
flutnings, að mynda rafrænan aðskilnað
tveggja riðstraumsneta. I slíkum sam-
böndum er jafnstraumsflutningslín-
unni í raun sleppt eða lengd hennar
nálgast að vera engin. Þannig er um
sambandið milli Finnlands og Rúss-
lands við Vyborg. í sjálfu sér hefði
mátt fullnægja orkuflutningsþörfinni
með hæfilega mörgum riðstraumslínum
og nógu hárri rekstrarspennu. Erfitt
hefði þó reynst að reka riðstraumssam-
bandið vegna misvægis milli rið-
straumskerfanna tveggja, m.a. vegna þess að rússneska netið er margfalt stærra og þyngra en
það finnska og tíðnireglun í því rússneska er lakari. Með HVDC tengingu er komið í veg fyrir
þessa erfiðleika.
Á mynd 2 er niðurröðun þýristorblokkanna í áriðlinum sýnd nánar. Hér er notuð táknunin
Lij, þar sem L er loki eða þýristor, i er númer lokans í viðkomandi brú og j er ýmist d eða y,
með skírskotun til tengiháttar viðkomandi stöðvarspennis.
Jafnstraumurinn kemur inn í áriðilsstöðina um tengipunkt d og fer frá efri til neðri hluta
hvorrar 6-púlsa brúar um bakvaf viðkomandi spennis. Venjuleg kveikiröð lokanna er 1-2-3-4-
5-6, og eru tveir lokar leiðandi hverju sinni í hvorri brú, annar í efri og hinn í neðri hluta brúar.
Sem dæmi um straumrás gelum við hugsað okkur tengipunkt d, um L6d, bakvaf A-Y spennis,
Lld, um tengipunkt c, L6y, bakval' Y-Y spennis, L5y og lil jarðar.
Mynd 3 Straumskiptingar í y-hluta áriðils.