Árbók VFÍ - 01.06.1993, Síða 288
286 ÁrbókVFÍ 1992/93
Straumskiptingar verða á 60° l'resti í hvorri brú sem jafngildir 3,33 ms við 50 Hz. Á meðan
straumskipting varir eru þrír lokar leiðandi. Ef við gerum t.d. ráð fyrir að lokar L6y og L5y
leiði strauminn í neðri brúnni, verður næsta straumskipting með þeim hætti að loki Lly fær
kveikipúls og yfirtekur strauminn frá L5y á straumskiptingartímanum. Venjulega varir hver
straumskipting u.þ.b. 10-15° eða hálfa til eina millisekúndu. Straumskiptingunni lýkur þegar
L5y slekkur og hættir að leiða, en þá hefur Lly að fullu yfirtekið strauminn. Á mynd 3 eru
straumskiptingarnarí neðri hluta y-brúar, þ.e. ámilli loka Lly, L3y og L5y, sýndarísmáatriðum.
Sú tiltekna straumskipting sem lýst var hér að ofan, þ.e. frá L5y til Lly, sést á neðsta hluta
myndarinnar, á bilinu 2 til 3 ms. Á (b)-hluta myndarinnar má sjá hvernig jafnspennan yfir neðri
brúna, Vc, rennir sér eflir toppunum á þeim þremur af sex riðspennum brúarinnar, sem sýndar
eru. Þessi spenna ásamt jafnspennunni yfir efri brúna, Vd_c, leggjast saman og mynda
heildarspennuna við áriðilsstöðina, Vd, sbr. efsta hluta myndarinnar. Hér vísar undirtáknunin c
og d til tengipunkta c og d á myndum 1 og 2 hér að framan. Toppar og skörð sem sjást í rið-
spennuferlunum eru svipul áhrif vegna straumskiptinganna.
5 Straumskiptifeilar
Algengast er að notuð sé svokölluð netstraumskipting í þeim HVDC kerfum, sem nú eru í
rekstri. Straumskiptingin felur í sér umsnúning straumáttar í spanöldum og krefst þess vegna
orku. Við netstraumskiptingu fæst þessi orka frá netspennu þess riðstraumskerfis sem tengist
viðkomandi straumbreytistöð. Netspennan veitir drifkraftinn sem þarf til að færa straumflutn-
inginn frá einum loka til annars.
Til að straumskipting geti hafist verður lokinn sem á að taka við strauminum að vera for-
spenntur, þar sem hann opnast ekki að öðrum kosti þó að stýripúls berist. Hver loki er að jafn-
aði forspenntur í 180° eða í 10 ms þegar tíðnin er 50 Hz. Svigrúm er til að opna lokann hvenær
sem er á þessu tímabili, en starfsháttur straumbreytistöðvarinnar ræðst af því hve langur tími
Iíður frá því loki er forspenntur þar til kveikipúls berst. I þessu sambandi er talað um kveiki-
horn straumbreytisins. Algengt er að kveikihorn afriðils sé um 10° en áriðils í kringum 150°.
Mörkin á milli þessara tveggja starfshátta liggja nálægt 90°.
Með kveikihorninu má stjórna aflflutningi jafnstraumssambandsins mjög hratt og er þetta
m.a. notað í bilunum. Verði t.d.
skammhlaup við áriðil í móttöku-
enda sambandsins má keyra spenn-
una við afriðil í sendienda niður í
núll á örfáum millisekúndum, með
því að stækka kveikihornið í u.þ.b.
90°. Þessi eiginleiki kemur að góð-
um notum þar sem enn eru ekki til
nothæfir jafnstraumsrofar fyrir það
afl sem hér er um að ræða.
Lítum nú nánaráeinstaka straum-
skiplingu. Mynd 4 sýnir þá sömu og
við skoðuðum hér að framan, þ.e.
frá L5y til L1 y, en í þetta sinn verður
L1y —- L5y — Vtt
800
400
kV
•400
Mynd 4 Straumskiptifeill.