Árbók VFÍ - 01.06.1993, Page 291
Afhleðslustraumur 289
stöður úr mismunandi athugunum er í öllum tilvikum um tvöfaldan straumskiptifeil að ræða,
þ.e. fyrst í neðri brúnni og síðan í þeirri efri, eins og lýst varhéraðframan. Við þetta fellur jafn-
spennan algjörlega saman og verður núll á u.þ.b. 5 ms. A undan hverjum feil er allt kerfið í
stöðugu rekstrarástandi og sæstrengurinn því fullhlaðinn í samræmi við þá rekstrarspennu sem
notuð er í athuguninni hverju sinni.
Þar sem tilgangurinn hér er fyrst og fremst sá að kanna hágildi afhleðslustraumsins, er ekki
reynt sérstaklega að ræsa jafnstraumskerfið að nýju eftir hverja truflun. Það er aðskilið vanda-
mál sem skoða þarf sér. Við hönnun stjórnkerfisins fyrir jafnstraumssambandið þarf að taka
tillittil upphleðslutíma strengsins, sem verður tiltölulega langurþegar um mjög langan sæstreng
er að ræða.
í athuguninni var valið að skoða afhleðslustrauminn með tilliti til þriggja kerfisþátta. I fyrsta
lagi er um að ræða lengd sæstrengsins, en eins og vikið hefur verið að hefur þessi þáttur afger-
andi áhrif á rýmd strengsins og þar af leiðandi á það orkumagn sem leysist úr læðingi við
skammhlaup. í öðru lagi er skoðað hvaða svigrúm er til að takmarka hágildi afhleðslustraums-
ins með vali á stærð jöfnunarspólanna við sitt hvorn enda strengsins. Að lokum er kannað hvaða
áhrif mismunandi há rekstrarspenna hefur. Rætt hefur verið um að hærri rekstrarspennur en
400 kV komi til álita og rannsóknir beinast í þennan farveg, enda er aukin flutningsgeta háð
|iví að unnt sé að hækka rekstrarspennuna. Miðað er við að málgildi þessara þriggja þátta séu
1.000 km, 100 mH og 400 kV, í þeirri röð. Skoðað er í athuguninni áhrif þess á afhleðslu-
strauminn að víkja frá þessum gildum til beggja hliða. Málstraumur er 1.350 Adc
Á mynd 6 sjást niðurstöður fyrir mismunandi lengdir sæstrengja, en þetta var skoðað fyrir
bilið 200-1.800 km. Þess var getið hér að framan að Fennoscan-sambandið milli Svíþjóðar og
Finnlands er um 200 km langt og rekið á 400 kV. Það er jafnframt lengsta sæstrengssamband
sem nú er í rekslri.
Niðurstöðurnar bera með sér að hágildi straumsins vex nokkuð ört á bili sem svarar til 200
til 600 km vegalengdar. Á milli 600 og 1.000 km vex hágildið hins vegar mun hægar. Straum-
toppurinn nær rúmlega 15 kA við 1.000 km en er eftir það nær óbreyttur. Þetta ræðst af sam-
spili jöfnunarspólanna og strengsins sjálfs. Þegar strengurinn hefur náð ákveðinni lengd, sem
hér er um 1.000 km, verður viðnám hans við straumhækkuninni ráðandi. í þessum athugunum
voru sömu kennistærðir notaðar
fyrir strenginn óháð lengd hans.
Orkan sem geymd er í streng-
num er í hlutfalli við flatarmálið
undir straumferlunum. Þegar streng-
irnir lengjast vex geymda orkan í
hlutfalli við lengdina. Þetta kemur
fram í afhleðslutímanum, sem leng-
ist stöðugt, og það heldur áfram
jafnvel þótt hámarksstraumurinn
haldist óbreyttur eftir að 1.000 km
lengd er náð.
í athuguninni hér að ofan var
notuð 100 mH jöfnunarspóla í hvor- Mynd 7 Áhrif jöfhunarspólu á afhleðslustraum.