Árbók VFÍ - 01.06.1993, Síða 302
300 Árbók VFÍ 1992/93
flutningalíkanið er mun erfiðara að stilla
af heldur en aðra þætti líkansins, stuðlarn-
ir eru mun íleiri en upplýsingarnar minni.
Af þeim stuðlum sem inn í líkanið ganga
er sethraðinn mikilvægastur. Því var reynt
að kvarða líkanið miðað við „lítinn“ og
„stóran" sethraða og fá þannig um leið
mat á skekkjumörk niðurstaðnanna. I töflu
1 eru sýndar niðurstöður úr kvörðun
setflutningalíkansins.
Mælingar á svifaur frá Mývatni á árinu
1991 benda til þess að meðalsethraðinn sé
um 1,2 X 10'4 m/s (Helgi Jóhannesson og
Svanur Pálsson, 1991), sem er nær lægri mörkunum sem notuð eru hér. A myndum 2(e) og (f)
er sýnt dæmi um mældan og reiknaðan styrk svifaurs á Bolum og í Ytriflóa á tímabilinu 17.-
20. júní.
6 Niðurstöður
Eftir að líkanið hafði verið stillt af miðað við mælingar í þessum fjórum atburðum var það
keyrt fyrir allt íslausa tímabilið árið 1992, þ.e. frá maí fram í október. Mynd 3 sýnir reiknaðan
styrk svifaurs á norðanverðum Bolum yfir allt þetta tímabil. Athygli vekur hve styrkur er lítill
utan liltölulega stuttra atburða þegar vindhraði er mestur. Þannig fóru samkvæmt líkaninu um
2/3 hlutar allra setflutninga sumarsins fram í júní, en þá var vindhraði mestur.
Samkvæmt líkaninu námu heildarsetflutningar innan vatnsins 240.000 - 390.000 tonnum
yfir sumarið, þar af voru um 75% innan Syðriflóa og Bola en 25% innan Ytriflóa, en ein af
athyglisverðustu niðurstöðum líkantilraunanna var hve tiltölulega lítil samskipti eru milli þess-
ara tveggja hluta vatnsins hvað varðar setflutninga, miðað við heildarmagn setflutninga. Hins
vegar eru veruleg samskipti milli Syðriflóa og Bola, enda tengsl þessara svæða mikil. Það skal
tekið fram hér að efri- og neðri mörk þessara niðurstaðna miðast við þau tvö stuðlasett sem
notuð voru við kvörðun setllutningalíkansins, og gefa þannig hugmynd um óvissumörk
líkansins.
Megintilgangurinn með líkantilraununum var að meta áhrif námuvinnslu á Bolunum á set-
flutninga innan vatnsins, en þar eru auðugar námur kísilgúrs á botni vatnsins. Líkanið var því
keyrt miðað við aðstæður eftir vinnslu tveg^ja stórra gryfja á norðanverðum Bolum, alls um
1,5 km2, en vinnsla þeirra svarar til um 20 ára reksturs Kísiliðjunnar. Á myndum 4 og 5 má sjá
áhrif gryfjanna á straumamynstrið í vatninu í dæmigerðri hvassri suðvestanátt, annars vegar
straumana áður en vinnsla hefst (mynd 4), en hins vegar straumana eftir vinnslu gryfjanna
(mynd 5), en útlínur gryfjanna eru sýndar á myndunum. Eins og sjá má hafa gryfjurnar veruleg
áhrif á strauma í vatninu. Þannig raskast náttúrulegt hringstreymi vatnsins í þessari vindátt
norður Boli og til suðurs í Syðriflóa og verður mun óreglulegra, með staðbundnu hringstreymi
bæði innan Bola og Syðriflóa. Það þarf því ekki að koma á óvart að röskun á selflutningum
innan vatnsins sé veruleg. Mynd 6 sýnir setflutninga í gegnum eitt snið milli Syðriflóa og Bola
(milli Geiteyjar og Gýgjarness) á tímabilinu 17.-20. júní, bæði fyrir og eftir námuvinnslu á
Stuöull Stuðlasett 1 Stuðlasett 2
DX = Dy 10 m2/s 10 m2/s
WS 2,0 x 10‘4 m/s 1,0 x 10'4 m/s
Td 0,8 N/m2 0,8 N/m2
Te - Syðriflói 0,075 N/m2 0,075 N/m2
xe - Bolir 0,050 N/m2 0,050 N/m2
Te - Ytriflói 0,075 N/m2 0,075 N/m2
Te - Strandsvæði 0,4 N/m2 0,4 N/m2
E - Syðriflói 0,009 g/m2/s 0,0055 g/m2s
E - Bolir 0,018 g/m2/s 0,0115 g/m2/s
E - Ytriflói 0,012 g/m2/s 0,0075 g/m2/s
E - Strandsvæði 0,006 g/m2/s 0,0035 g/m2/s
n 0,67 0,67
Tafla 1 Stuðlar setflutningálíkans.