Árbók VFÍ - 01.06.1993, Page 345
Mengun hafsins 343
Hvað olíuna varðar vekur athygli að stór óhöpp
sem verða þegar tankskipum hlekkist á nema ein-
ungis um 114.000 tonnum af olíu sem berst í sjóinn
þ.e. 20% af þeirri olíu sem berst í sjó frá rekstri
skipa eða 4% af heildarmagni olíu sem berst til
sjávar á ári hverju sbr. 2.1.5. (12). Mun meira
magn af olíu berst í sjóinn frá daglegum rekstri
skipa, eða um 44%, þ.e. austur og færsla á kjöl-
festu. Algengustu orsakirolíumengunarfrá skipum
eru austur úr vélarúmi og þegar flutningatankar eru
hreinsaðir. Það er mikilvægt að fram komi að þrátt
fyrir að stærstur hluti meiriháttar olíuleka verði
fyrir slysni, þá verða minni háttar lekar yfirleitt
vegna mannlegra mistaka eða kæruleysis. Hin tíða
smálosun veldur langmestu af olíumengun sjávar.
Kaupskipafloti heimsins var árið 1992 um 80.000 skip og voru þar af 7.000 tankskip þ.e.
olíu- og efnaflutningaskip sem flytja vökva eingöngu. Fjöldi skipa sem flytur efni í lausu formi
var um 5.300 (14). Hættuleg efni eru yfirleitt flutt með gámum eða íþartil gerðum fargeymum.
Allt að 15% þess varnings sem fluttur er með skipum eru talin hættuleg umhverfinu á einhvern
hátt. Þessi efni, að viðbættum vökvunum sem fluttir eru í olíuflutningaskipum og efnaflutninga-
skipum er flytja hættuleg el'ni, eru u.þ.b. helmingur þess farms sem fluttur er á sjó. A vegum
Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar hefur verið unnið mjög gott starf við að setja reglur sem
gera þennan flutning sem hættuminnstan.
Þá hafa verið vaxandi áhygjyur vegna botnmálninga sem notaðar eru á skip og innihalda
lífræn efnasambönd tins. Ahrif þessara botnmálninga eru sannarlega veruleg á ýmsar lirfur og
tegundir lindýra svo sem ostrur og nákuðunga. Ekki hefurveriðgengiðúrskuggameðóyggjandi
hætti hvaða áhrif þessi efnasambönd hafa t.d. á seiði þorskfiska.
2.2.3 Varp í hafið
Varpi úrgangs í hafið frá iðnaði eða bæjarfélögum fylgir ýmiss konar mengun. Hér er sérstak-
lega átt við varp frá skipum sem hafa verið lestuð í þeim tilgangi að varpa efnum í hafið eða
brenna þau á sjó. Dýpkunarefni sem koma til við dýpkun hafna og innsiglinga og eru losuð í
hafið annars staðar eru innifalin í þessum l'lokki. Almennt er talið að um 10% af seti í höfnum,
skipaleiðum, árósum og strandsvæðum iðnvæddra ríkja sé verulega mengað af þungmálmum,
þrávirkum efnum og olíum (15).
Þegar þannig er háttað heimila stjórnvöld yfirleitt ekki að dýpkunarefnum sé varpað beint í
hafið, heldur þarf að ganga þannig frá að dregið sé verulega úr þeirri hættu að dýpkunarefnin
geti mengað hafið. Yfirleitt er þá reynt að nýta efnin í landfyllingar.
2.2.4 Vinnsla í haíi
Losun hættulegra eí'na beint í hafið þegar verið er að rannsaka, leita eftir eða nýta námuefni á
hafsbotni, t.d. olíu orsakar á stundum mengum. Við olíuborun á hafi myndast nokkuð af meng-
unarefnum þegar vatn er skilið frá olíunni og eins við förgun borleðjunnar. Opnist olíuborhol-
ur þannig að olía streymi stjórnlaust frá þeim, getur það valdið miklu tjóni á umhverfinu.
Aðgerð: þús. tonn %
Rekstur tankskipa 159 27,9
Óhöpp tankskipa 114 20,0
Birgðastöðvar, þ.m.t. taka
eldsneytis og olíu 30 5,3
Losun á austri
og eldsneytisolíu 253 44,4
Slippir 4 0,7
Óhöpp annarra skipa 7 1,2
Niðurrif skipa 3 0,5
Alls 570 100
Tafla 3 Magn olíuefna sem berast í sjó við
rekstur skipa. Aœtlaðjyrir círið 1989 (12).