Árbók VFÍ - 01.06.1993, Page 348
346 Árbók VFÍ 1992/93
Tegund Magn
málms kg/ár
Kopar 360
Blý 380
Zink 2.280
Tafla 8 Mat á streymi
þungmálma til sjávar
með fráveitum 1991
(18).
náttúrulegar aðstæður, en geta verið mengandi þegar þau koma frarn
í óhóflegu magni sbr. það sem sagt var um þungmálma og næringar-
efni (kafli 2.1). Tafla 6 sýnir mat á magni næringarefna sem bárust
til hafs árið 1990 (18). Með fyrirvara um skekkjur, enda er hér um
mat að ræða, sést að streymi næringarefna til hafs er meira frá fisk-
iðnaði og landbúnaði, heldur en frárennsli sveitarfélaga.
Tafla 7 sýnir magn þungmálma í frárennsli frá íbúðabyggð hér
við land, í samanburði við mælingar í skólphreinsistöð í Nacka í
Svfþjóð. Athuga ber þó að hin lágu gildi þungmálma í rúmmálsein-
ingu skólps hér við land geta skýrst nokkuð af hinu mikla valns-
magni sem notað er í holræsakerfum, enda er rigningarvatni og hitaveituvatni víða blandað við
skólpið. Raunar kemur vel fram í heimild 19 þaðan sem tafla 6 er tekin að þegngildi þessara
málma, þ.e. það sem kemur frá hverjum einstaklingi á tímaeiningu eru íhærralagi, t.d. í saman-
burði við Evrópulönd. Tafla 8 sýnir mat á árlegu magni þungmálma sem berast til sjávar í
gegnum fráveiturnar. Gögn vantar til að bera þessar tölur saman við náttúrulegt streymi til
sjávar með ám og fallvötnum.
Þegar metið er hversu langt skal ganga í hreinsun fráveituvatns verður eins og annars staðar
í umhverfismálum að taka mið af ávinningi í ljósi tilkostnaðar. Þau alriði sem meðal annars
verður að meta eru: Hætta á uppsöfnun, magn efnanna sem fyrir eru í umhverfinu, náttúrulegt
aðstreymi þeirra, aukning sem stafar af mannavöldum og hæfni viðtakans til að ráða við að-
streymið. Svörin við ofangreindum spurningum eru sjaldnast einhlít og þegar ráðist hefur verið
í aðgerðir verður því að ganga úr skugga um hvort menn eru á réttri leið t.d. með vöktun þar
sem metið er með ýmsum mælingum hvort hin mengandi efni cru að safnast l'yrir í lífríkinu. Þá
er einnig mikilvægt að byggja mannvirki þannig að auðvelt sé að koma við frekari búnaði,
verði síðar talið ráðlegt að fara út í frekari hreinsun. Sameining útrása líkt og verið er að gera á
höfuðborgarsvæðinu auðveldar að ráðast í frekari hreinsiaðgerðir, sýni reynslan t.d. íljósi um-
hverfisvöktunar að slíkt sé nauðsynlegt.
Aðstæður í hafinu við Island eru mun hagstæðari en á þéttbýlli stöðum eða við lokuð innhöf,
t.d. við Norðursjó og verður að
telja líklegt að sjórinn hér við
land ráði vel við að taka á móti
þeim næringarefnum sem berast
með frárennslinu, sbr. mynd 6.
Fiskeldi á strandsvæðum jók
losun næringarefna í strandsjó
og þar með mengunarhættu.
Þessi mengun á strandsvæðum
er aðallega ógnun við fiskeldið
sem þar er. Áhrifin gætu komið
fram í súrefnisskorti, þörunga-
blóma eða eiturgasmyndun.
Mengunarhætta vegna skólps og
úrgangs frá fiskeldi er þó fyrst
og fremst staðbundin og áhrifin