Árbók VFÍ - 01.06.1993, Page 351
Mengun hafsins 349
Mynd 8 sýnir afdrif dýpkunarefna hér við land árin 1984 - 1991. Það kemur berlega fram á
henni að menn eru í æ ríkara mæli farnir að nota dýpkunarefni sem landfyllingu. Tvennt vinnst
með þessum notum. Fyrir það fyrsta fæst verðmætt jarðefni sem unnl er að nýta og um leið er
dregið úr þeirri hættu sem fylgir því að varpa menguðum dýpkunarefnum á staði þar sem þau
gætu gert mikinn óskunda.
Fram til 1990 var ekki óalgengt að sökkva úreltum skipum í sjó hér við land (mynd 9).
Skipin voru hreinsuð af mengunarefnum að botnmálningu slepptri og hin síðari ár dregin
þangað sem var um 2.000 m hafdýpi eða 150 sjómílur frá landi þar sem þeim var sökkt. All-
nokkrar þjóðir auk fslendinga sem eiga land að Norður-Atlantshafi hafa sökkt skipum, svo
sem Norðmenn, Spánverjar og Frakkar. Mikill þrýstingur hefur verið erlendis frá að fá þessar
þjóðir til að hætta því. Við gerð nýs sáttmála um verndun hafrýmis Norður-Atlantshafsins ( sjá
kafla 4.4 og heimild 4) féllust ofangreindar þjóðir á að hætta að sökkva skipum og flugvélum í
sjó fyrir árið 2004 og stefnt er að því hérlendis að gera slíkt sem fyrst. Nefnd á vegum unt-
hverfisráðherra hefur lagt til að hætt verði að sökkva skipum, en í stað þess verði stálskip
endurunnin, tréskip rifin eða brennd og plastbátum l'argað á landi. (21).
Þessi ákvörðun hefur verið gagnrýnd nokkuð. Margir hafa sagt sem svo að hér sé verið að
leggja óþarfan kostnað á sjávarútveginn. Þessu má svara á rnargan veg. Ófáum hefur ofboðið
umgengni um malarnámur hér við land og einkum sú tilhneiging manna að setja járnarusl og
bílhræ í námurnar. Þeir sem það gera hafa borið fyrir sig kostnaði. Hið sama er gert þegar sótt
er um að sökkva skipunum, og fallist menn á að viðeigandi sé að sökkva skipum, hvers vegna
þá ekki að leyfa að sökkva bílurn, llugvélum eða netadræsum. Þá er aldrei að vita hvenær slík
framkvæmd rekst á við aðra nýtingu hafsins. Kostnaður við förgun er að sönnu mikill, og ein-
kanlega fyrir fámenna eyþjóð lengst út í reginhafi. Það verður þó að líta á hlutina í samhengi
við annað sein er að gerast í heiminum. íslendingar eiga mjög erfitt með að krefjast þess að
aðrir gangi vel um hafið ef þeir ætla sjálfir að varpa hlutum í það af því að svo dýrt er að eyða
þeim. Almennt hlýtur að gilda um skip eins og aðra hluti, að þá á að endurnýta í þeim mæli
sem hagkvæmt er og farga afganginum á þar til gerðum stöðum.
3.3 Mengun frá rekstri skipa
Þáttur skipa í mengun sjávar hér við land er aðallega bundinn við olíu, olíuúrgang og sorp þar
sem plastefni eins og umbúðir og veiðarfæraúrgangur eru mest áberandi. Aðstaða við hafnir er
orðin þannig víða að unnt er að skila sorpi á land, en
þar skortir að vísu nokkuð á, einkum í minni höfnum.
Hafnaryfirvöldum ber skylda til samkvæmt lögum,
að koma upp viðeigandi búnaði. Mörg hinna stærri
skipa hafa komið sér upp sorppressum til að pressa
sorp sem fellur til í veiðiferðum. Þar er helst að nefna
umbúðir af matvælum og ýmsar aðrar umbúðir sem
notaðar eru t.d. á verksmiðjuskipum. Hinu er þó ekki
að leyna að veiðarfæraúrgangur er orðinn alltof
algengur víða á grunnslóð og við strendur landsins.
Könnun sem gerð var á magni sorps sem skilað var á
hafnir árið 1991 (22) sýnir að urn 45.000 m3 bárust á
land, tafla 9. Miðað við að eðlisþyngd sorps sé um lafla 9 M°g" S°JPSlia's’ 1
hafnir landsins 1991 (22).
Landshluti Magn í m3 %
Vesturland 7.506 17
Vestfirðir 6.466 14
Norðurland 9.558 21
Norðurland 6.147 14
Austurland 6.733 15
Höfuðborgar- svæðið 8.428 19
Samtals 44.838 100