Árbók VFÍ - 01.06.1993, Page 358
356 ArbókVFI 1992/93
nú engan veginn sambærilegt við það sem áður var. Þeirn svæðum fækkar óðum sem áður voru
sem næst sjálfriðuð vegna erfiðleika við tog.
Tæknilega er unnt að jafna grýtta togslóð og toga síðan í kjölfarið með hjálp góðra stað-
setningartækja. Hins vegar er ekki unnt að sjá fyrir þær langtímaafleiðingar sem slfkt getur
skapað fyrir hrygningar- og uppeldisstöðvar fiska sé verið að breyta landslagi á hafsbotni á
stjórnlausan hátt. Alþjóða hafrannsóknarráðið hefur hafið rannsókn á áhrifum togs og dráttar
yfir sjávarbotn (36). Slíkt væri mjög verðugt rannsóknarefni hér við landi í ljósi deilna um
áhrif þess að hleypa togskipum inn á grunnslóð.
3.8 Áhrif mengunar á sölu sjávarafurða
Ymislegt bendir til að mikil breyting hafið orðið á skömmum tíma á viðhorfi almennings til
áhrifa mengunar á heilnæmi neysluvara, og má segja að þessi breyting hafi áberandi kornið
fram í kjölfar Tsjernobyl-kjarnorkuslyssins. Geislamengun í írlandshafi, þrátt fyrir að geislun
sé langt undir viðmiðunarmörkum Alþjóðageislavarnaráðsins, hefur t.d. haft verulega neikvæð
áhrif á fiskveiðar á þeim slóðum. Mengun við strendur Norður- og Vestur-Evrópu hefur vakið
vaxandi ótta fólks við fiskneyslu í þessum löndum (7). Því má ætla að kvittur um aukna meng-
un í fiski eða fiskafurðum geti haft áhrif á afkomu fyrirtækja í fiskiðnaði þó mengunin sé langt
undir viðurkenndum hættumörkum. Spyrja má hvort mengunarvarnir í framtíðinni eigi ekki að
taka mið af þessum viðhorfum. I stað þess að líta einvörðungu á hin heilsufarslegu áhrif sem
mælikvarða á það hver mengunin megi raunverulega vera, verði gerð krafa til að sjávarafurðir
verði sem næst ómengaðar.
Það er líklegt að almenningur muni í framtíðinni vilja kaupa slíka vöru á líkan hátt og margir
kjósa nú lífrænt ræktaðar landbúnaðarafurðir. Fyrir okkur íslendinga er góður möguleiki að
markaðssetja okkar vöru sem ómengaða. Um leið verðum við að gera það sem í okkar valdi
stendur til að tryggja að svo sé og verði um ókomna framtíð.
4 Ráð til útbóta
Þar sem flest mengunarefni enda í sjónum er mikilvægt að hefja þegar aðgerðir til að draga úr
mengun sem berst til sjávar.
Ljóst er að mörg ráð eru til, eins og t.d. að loka öllum verksmiðjum sem framleiða lífræn
halogen, banna ralTilöður, banna skordýra- og illgresiseitur, banna bflaumferð, banna skólp-
veitur og þar fram eftir götunum. Slík ráð teljast alla jafna ekki raunhæf þótt til einhverra
þeirra gæti þurft að grípa ef enn kreppir að. Nægir í þessu sambandi að minna á að yfirvöld í
mörgum stórborgum hafa bannað bílaumferð þegar loftmengun í borgunum hefur orðið ógn-
vænleg. í ljósi þessa þarf að hefjast handa sem fyrst að setja sér markmið er reynast raunhæf
og eru fjárhagslega og tæknilega viðráðanleg, til að ná því sem stefnt er að á tilskildum tíma.
4.1 Markmið umhverfisverndar hafsins
Markmið umhverfisverndar hlýtur að vera m.a.: Þar sem náttúran ræður ekki við sjálf að
vinna á mengunarefnum í hafinu, á að draga úr aðstreymi þeirra í þeim mæli sem slíkt er
hægt fjárhagslega og tæknilega.
Til að ná ofangreindum markmiðum þarf að beita margskonar lausnum á mörgum sviðum.
Tafla 11 sýnir nokkrar leiðir til að draga úr mengun á ýmsurn sviðum. Unnt er að nota þessar
leiðir einar og sér, en yfirleitt er affarasælast að nýta þær saman.