Árbók VFÍ - 01.06.1993, Page 362
360 Árbók VFÍ 1992/93
Til að draga úr aðkomu þungmálma og þrávirkra lífrænna efna þarf að beina sjónum að;
- pappírsiðnaði
- klóralkalí-iðnaði
- járn, stál og málmiðnaði, verkstæðum og námuvinnslu
- ýmsum efnaiðnaði.
Til að draga úr aðkomu næringarefna þarf að beina sjónum að;
- landbúnaði, fiskeldi og frárennsli.
Til að gera viðeigandi ráðstafanir með olíu þarf að bæta;
- meðhöndlun olíu í höfnum
- flutning olíu á höfum úti.
4.6 Aðgerðir á hafi
Það hlýtur að vera markmið að hætta að nota höfin sem sorpdall. Þess vegna þarf að draga eins
mikið úr varpi efna í hafið og kostur er. Til framtíðar skal stefnt að því að heimila aðeins varp
efnis sem dælt er, svo og fiskúrgangi sem fylgir venjulegum rekstri skipa.
5 Lokaorö
Lítið ber á mengun í hafinu kringum landið og sem stendur er ekki veruleg hætta á að svo verði
(39,40). Hins vegar verður að hafa í huga að hafið og auðlindir þess eru grundvöllur fyrir til-
vist Islendinga og aðstæður í hafinu geta breyst mjög tljótt. Þess vegna verðum við að vera
viðbúin því að hefja þegar fyrirbyggjandi ráðstafanir. Þar skiptir sköpum umhverfisvöktun,
þ.e. mat á ástandi umhverfis, hvort rétt verður við brugðist. Þjóðir heims leggja nú fram mikla
fjármuni í að meta ástand umhverfis, með tilliti til mengunar, og slíkt hið sama verðum við að
gera ef stýra á nýtingu á þessari auðlind okkar markvissl.
Það er einnig deginum ljósara að mikið er ógert í umhverfismálum. Þörfin verður æ brýnni
með hverju ári. Ljóst er að ráðast verður að vandanum á marga vegu, en það sem skiptir mestu
máli fyrir okkur er að dregið sé úr losun mengandi efna í frárennsli og andrúmsloft. í stuttu
máli þarf að breyta neyslu og framleiðsluvenjum almennings og fyrirtækja. Það segir sig sjálft
að venjur fjölmennra iðnaðarþjóða vega þar mest, þrátt fyrir að enginn, og þar á meðal við
Islendingar, geti skorast undan því að bera ábyrgð á eigin úrgangsefnum.
Ýmsar aðgerðir eru þegar hafnar og verið er að þróa tækni til að draga eins og hægt er úr
losun mengunarefna við framleiðsluferli. Byrjað er að beita margháttuðum efnahagslegum að-
gerðum til að draga enn frekar úr mengun. Margar iðnþjóðir eru að reyna að samræma löggjöf
þannig að það verði ekki sóðarnir sem beri mest úr býtum í krafti þess að þeir sinni ekki
mengunarvörnum. Þetta þýðir í reynd að margar þjóðir verða að breyta um venjur við förgun
úrgangs.
Einnig er ljóst að þjóðir heims munu líta hver eftir annarri enda næst ekki árangur nema að
allir standi saman. Þessu fylgir að ýmislegt sem íslendingar hafa stúndað verður mjög illa séð í
Ijósi grundvallarsjónarmiða í umhverfismálum, þrátt fyrir að jressar aðgerðir séu eiginlega
meinlausar hér á landi. Sem dæmi má nefna að það verður mjög erfitt að sannfæra aðra um að
við höfum rétt til að sökkva úreltum skipum, meðan við krefjumst þess að aðrar þjóðir varpi
ekki lággeislavirkum úrgangi í hafið. Hægt er að segja með nokkrum rétti að jressar aðgerðir, í
litlum mæli, skaði ekki umhverfið. Við það vakna aftur spurningar um það hvað er í litlum