Árbók VFÍ - 01.06.1993, Page 368
366 ArbókVFI 1992/93
4.1 Úrdráttur úr erindi dr. Haraldar Sigurðssonar
Á níunda áratugnum hefur átt sér stað bylting í umhverfismálum og það verður ljósara að
heilbrigði mannsins er mjög tengt ástandi vistríkis jarðar.
Versnandi ástand vistríkisins er nú þegar farið að hafa alvarleg áhrif á heilsu manna, það
dregur úr matvælaframleiðslu og skerðir efnahagsþróun fjölmargra landa.
Á níunda áratugnum verður mannkynið að takast á við mörg og erfið vandamál sem eru:
- Eyðing ózonlagsins.
- Aukning koldíoxíðs og gróðurhúsaáhrif.
- Hitastigsaukning á yfirborði jarðar.
- Eyðing skóga.
- Rof.
- Mengun.
- Mannfjölgun.*)
Nýlegar rannsóknir benda til þess að sumar náttúruhamfarir eins og flóð og þurrkar, stafi
fremur af misnotkun á umhverfi og náttúru en af mikilli eða of lítilli rigningu.
Tjón af völdum náttúruhamfara fer greinilega vaxandi, einkum vegna mikillar mannfjölg-
unar og aukins þéttbýlis á hættusvæðum.
Framfarir á sviði tækni og vísinda, bjóða upp á einstæð tækifæri til að draga úr áhrifum nátt-
úruhamfara. Hægt er að sjá fyrir og komast hjá ýmsum tegundum náttúruhamfara að því til-
skildu að beitt sé þeirri þekkingu og fjármagni sem til þarf.
Það er hvorki eðli né umfang þeirra atburða sem eiga sér stað í náttúrunni, svo sem felli-
bylja, eldgosa, eða jarðskjálfta, sem ráða afleiðingum náttúruhamfara, heldur geta viðkomandi
þjóðfélags til að takast á við vandann.
Fjárframlög til varnar náttúruhamförum eru nú þegar farin að skila umtalsverðum árangri
og arði í Bandaríkjunum.
Menn verða að spyrja sig þeirrar spurningar hvort það fé sem varið til rannsókna á vörnum
gegn náttúruhamförum sé nægjanlegt með hliðsjón af þeim miklu áföllum sem menn kunna að
standa frammi fyrir í framtíðinni.
4.2 Úrdráttur úr erindi dr. R. Scott Steedman
Sögulegar heimildir bera með sér að tíðar náttúruhamfarir hafa frá fyrstu tíð orkað sterkt á
hugmyndaflug mannsins og viðhorf hans til heimsins sem hann byggir. Þrátt fyrir langa
reynslu mannkynsins af náttúruhamförum, er tjón af völdum þeirra meiri og geigvænlegri nú
en nokkru sinni fyrr. Fyrir þessu eru margar ástæður svo sem gífurleg fólksfjölgun og þéttbýli í
heiminum, svo og flóknari efnahagskerfi og umfangsmeiri mannvirki.
Hlutverk verkfræðinga sem starfa að málum tengdum náttúruhamförum er í stuttu máli
eftirfarandi:
- að draga úr hættu á manntjóni,
- að takmarka tjón á eignum, mannvirkjum og efnahagslífi með viðeigandi hönnun,
- að byggja samkvæmt viðurkenndum gæðakröfum,
- að gera áhættumat og vekja athygli á hættusvæðum,
- að læra af reynslunni og að taka þátt í langtímaáætlanagerð, þróun staðla og þjálfun.
*) Gert er ráð fyrir því að fjöldi jarðarbúa muni tvöfaldast og ná því að verða 10 milljarðar í'ram árið
2050, sem er 35 árum fyrr en reiknað var með fyrir aðeins ári síðan.