Árbók VFÍ - 01.06.1993, Side 369
Viðbúnaður gegn náttúruhamförum 367
Náttúruhamfarir hafa kostað milljónir manna lífið á þessari öld eingöngu og athuganir sýna
að 75% af manntjóni sem verður í jarðskjálftum er vegna hruns eða skemmda á byggingum.
Eldsumbrot hafa oft valdið álíka manntjóni og jarðskjálftar en aðrar náttúruógnir, svo sem
skriðuföll og flóðbylgjur, valda mun minna manntjóni. Hegðun bygginga í jarðskjálftum er vel
þekkt og rannsakað svið, en oft er samt erfitt að spá fyrir um hvaða álagi einstök mannvirki
verða fyrir við jarðskjálfta. Of kostnaðarsamt er að hanna mannvirki þannig, að þau verði ekki
fyrir skemmdum, en viðráðanlegt á að vera að hanna þannig, að byggingar hrynji ekki og fólk
eigi sér undankomuleið
Þeir þættir sem skipta einna mestu máli vegna áraunar við jarðskjálfta, eru staðhættir og
jarðlögin sem byggt er á. Við hönnun þarf að meta hættu á kviksandsmyndun (ysjumyndun),
sveifluhegðun mannvirkja og minnkun á burðargetu lausra jarðlaga vegna skyndilegrar hækk-
unar gropuþrýstings. Mikilvægt er að tryggja að þjónustukerfi svo sem vegir og brýr, vatns-
veitur, orkudreifikerfi og fjarskiptakerfi séu hönnuð fyrir jarðskjálftaáraun þegar byggt er á
hættusvæðum. Sérstaklega er mikilvægt vegna hætlu á stóreldsvoðum, að vatnsveitur bresti
ekki og á mestu hættusvæðum verður jafnvel að koma fyrir sérhönnuðum varaveitum. Rann-
sóknir verkfræðinga á tíðni og útbreiðslu skemmda á mannvirkjum eftir jarðskjálfta er mikil-
vægur þáttur í að auka þekkingu og skilning á afli náttúruhamfara og er það nauðsynlegur
grundvöllur fyrir endurbótum á hönnun mannvirkja.
Áhætta á tjóni vegna eldgosa er síðan rakin og reynslan hérlendis höfð til viðmiðunar. Sér-
staklega þarf að huga að álagi á þök vegna öskufalls, en ógerlegt hefði samt verið að ráða við
mesta álag sem getur orðið. Af 1.000 húsum sem skemmdust vegna öskufalls í Heimaey, eyði-
lögðust alveg um 100 hús, enda fengu þau á sig tveggja metra þykkt öskulag. Hætta af tjóni
vegna hraunflóða eru rakin og vitnað er í reynslu við að stemma stigu við tjóni með ýmsum
aðgerðum bæði frá Ítalíu (Vesuvíus og Elna) og íslandi (Kröflu og Heimaey). Að lokurn er
minnst á hættu sem stafar af hættulegum gastegundum sem fylgja eldsumbrotum og þá hættu
sem af þeirn stafar við björgunarstörf.
Ofsaveður valda árlega stórtjóni víða um heim og eru tíð, ekki síst í þéttbýlum iðnaðar-
svæðum eins og austurströnd Bandaríkjanna. Eignatjón verður oft gífurlegt, en vegna góðra
aðvörunarkerfa tekst oftast að koma í veg fyrir manntjón. Á öðrum svæðum eins og suður
Englandi, líða oft áratugir eða jafnvel aldir, milli þess að þannig viðri Því eru mannvirki og
almenningur vanbúin að mæta slíku. í löndum þar sem ofsarok eru árvissir atburðir eins og á
íslandi, verður oftast lítið tjón, enda er almenningur og stjórnvöld meðvituð um að þeir búi á
hættusvæði.
Helstu niðurstöður eru:
- Verkfræðingar eru best fallnir til að meta áhættu af náttúruhamförum og áhrif þeirra á
mannvirki og samfélagið og gera tillögur um nauðsynlegar ráðstafanir.
- Upplýsingamiðlun er mikilvæg og verkfræðingar þurfa að koma slíku áhættumati á fram-
færi við stjórnvöld og almenning svo allir séu sér meðvitandi um yfirvofandi vá og mögu-
legar afleiðingar.
- Við gerð mannvirkja á hættusvæðum verða verkfræðingar að taka tillit til áraunar vegna
náttúruhamfara og hanna mannvirki með hliðsjón af því.
- Hætta á tjóni og ógnvekjandi mannskaða er nú mest í vanþróuðu löndunum á þeim land-
svæðum þar sem náttúruhamfarir eru fátíðari. Verkfræðingar í iðnríkjunum verða í