Árbók VFÍ - 01.06.1993, Page 376
5-1
Þorsteinn Þorsteinsson
Landsverkfræðingar
1893-1917
Árin 1991 -1993 var margs að minnast fyrir íslenska verkfræðinga. Verkfræðingafélagið hélt upp
á 80 ára afmæli sitt, 100 ár voru frá vígslu Ölfusárbrúar, 100 ár frá því að fyrsti íslendingurinn
lauk verkfræðiprófi og 100 ár frá því að verkfræðingur landsins tók til starfa.
Sigurður Thoroddsen, fyrsti verkfræðingur landsins, lauk prófi frá Fjöllistaskólanum í Kaup-
mannahöfn í janúar 1891. Var hann við ýmis verkfræðistörf í Danmörku þar til í september
1892 er hann hlaut styrk frá Alþingi til þess að fara til Noregs ogkynnastþarvega-og brúagerð.
Þar var Sigurður til vors 1893 og vann að vegamælingum auk þess sem hann kynnti sér verk-
fræðileg málefni í samræmi við styrkinn frá Alþingi. Að lokinni dvölinni í Noregi kom hann
svo heim til íslands en þá var komin fjárveiting á fjárlög handa „verkfræðingi landsins", sem
síðar varð að embættisheitinu landsverkfræðingur. Var embætti landsverkfræðings undanfari
tveggja embætta, sem enn eru við lýði, þ.e. embætti Vegamálastjóra og embætti Vita- og hafna-
málastjóra.
Árið 1993 voru sem sagt 100 ár liðin frá því að fyrsti íslenski verkfræðingurinn hóf störf á
landinu. Allt fram að þeim tíma starfaði enginn verkfræðingur á fslandi. Landsstjórnin leitaði
til erlendra ráðgjafa tímabundið hverju sinni vegna afmarkaðra verkefna. Ýmist voru fengnir
til þessara verkefna, danskir eða norskir verkfræðingar og arkitektar. Helstu mannvirki voru
vegir, brýr, hafnir og opinberar byggingar. Þá voru um þessar mundir allmörg timburhús reist
eftir norskum teikningum, stundum nefnd katalog-hús.
Á undan Sigurði höfðu sex íslendingar hafið verkfræðinámogreyndareinnaðauki samhliða
Sigurði, en enginn þeirra lauk námi. Björn Jensson rektors Sigurðssonarlaukþófyrrihlutaprófi
árið 1878 en hvarf þá að menntaskólakennslu. Fyrstur allra íslendinga hóf Baldvin Einarsson
að sækja tíma í verkfræði 1831-32 eða á
þriðja starfsári Fjöllistaskólans. Baldvin
hafði þá nýlega lokið laganámi (í október
1831) og hafði reist kröfuna um endurreisn
Alþingis og bundu Islendingar við hann
miklar vonir. Hann lést af brunasárum
1833 og varð flestum landsmönnum sín-
um harmdauði. Þekktasta upphaf erfiljóðs
á íslensku er, „Islands óharriihgju, verður
allt að vopni,...“, sem Bjarni Thorarensen
orti el'tir Baldvin eins og alkunna er.
Það er eilítið skrítið að hugsa sér, að þar
til fyrir 100 árum hafi enginn verkfræð-
Þorsteinn Þorsteinsson lauk prófi í byggingar-
verkfræði frá Háskóla íslands 1974 og var við
framhaldsnám við Tækniháskólann í Karlsruhe
1979-82. Starfaði á Verkfræðiþjónustu Guð-
mundar Óskarssonar
1974-78, hjá Kópavogs-
bæ 1982-85, á Skipulags-
stofu höfuðborgarsvæðis-
ins 1985-88 og á eigin
vegum frá 1988. Hann
hefur verið stundakennari
við verkfræðideild HÍ síð-
an 1985.