Árbók VFÍ - 01.06.1993, Page 379
Landsverkfræðingar 377
Mynd 5 Fjölmargar trébrýr voru byggðar á starfstíma verkfrœðings kmdsins. Bæði Sigurður Thorodd-
sen og Jón Þorláksson gerðu uppdrœtti að slikum brítm svo og vegaverkstjórar. Þessi brú var gerð á
Fljótaá árið 1896.
á sviði samgöngumála. Rannsóknir á vegastæðum og mælingar fyrir vegum voru helstu verk-
efnin framan af en brúarsmíðar komu jafnframt.
Sigurður Thoroddsen, fyrsti landsverkfræðingurinn, var sonur Jóns Thoroddsen skálds og
sýslumanns að Leirá í Borgarfirði og konu hans Kristínar Ólínu Þorvaldsdóttur. Á Leirá fædd-
ist Sigurður þann 16. júlí 1863, yngstur fjögurra bræðra sem allir urðu þjóðkunnir. Bræður
hans voru Þorvaldur náttúrufræðingur, Þórður læknir og Skúli sýslumaður. Faðir þeirra lést
1868 og fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur þar sem þeir bræður gengu í skóla, þrátt fyrir
þröngan fjárhag, og eftir lát móður þeirra 1879 urðu þeir að miklu leyti að treysta hver á
annan. Má því telja ótrúlegt að allir skyldu hafa lokið háskólanámi og allir numið erlendis.
Sigurður gegndi embætti landsverkfræðings í hartnær 12ár,frá 1893 lil 1905,og varframtil
1899 eini verkfræðingurinn á landinu. Þann tíma varð mikil bylting í samgöngumálum landsins
með byggingu vega og brúa. Helstu mannvirki sem voru gerð á þessum árum voru: Vegur yfir
Hellisheiði, um Kamba og í Flóa, brýr yfir Þjórsá, Blöndu, Örnólfsdalsá, Hörgá, Lagartljót,
Sog og Jökulsá í Öxarfirði. Urn framkvæmdir allar sá landsverkfræðingur og flest mannvirkin
voru einnig hönnuð af honurn.
Árið 1905 sagði Sigurður starfi sínu lausu og tók við kennaraembætti við Menntaskólann í
Reykjavík, fyrst sem aðjúnkt en frá 1920 sem yfirkennari, þar til hann lét af embætti 1935.
Meðan Sigurður var kennari við Menntaskólann var hann á ýmsum tímum bæjarverkfræðingur
Reykjavíkur og lengi sat hann í nefndum l'yrir Reykjavíkurborg og í bæjarstjórn 1900-06. Hann
var einn af stofnendum Verkfræðingafélags íslands og síðar heiðursfélagi þess, en hann var sá
eini þeirra landsverkfræðinganna sem ekki gegndi formennsku í félaginu. Sigurður lést árið
1955, 92 ára að aldri.