Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Síða 16
14 Árbók VFÍ/TFÍ 1994/95
í félagslögum segir að aðalstjórn skuli koma saman á um tveggja mánaða fresti frá sept-
ember fram til maí. Á þessu ári voru haldnir alls 2 fundir og voru tekin fyrir um 7 mál að
meðaltali á hvorum fundi. Formenn fastanefnda voru boðaðir á aðalstjórnarfund þegar þörf
var á.
Á haustfundi aðalstjórnar er orðin venja að óska eftir skriflegum dagskrárdrögum yfir
fundi og ráðstefnur fagfélaga, deilda og nefnda fyrir allt starfsárið. í stóru félagi eins og VFÍ
er afar brýnt að samræma áætlanir og störf fastanefnda, fagfélaga og deilda, annarri starf-
semi. Þannig má íyrirbyggja árekstra með dagsetningar funda og notkun á sal í Verkfræð-
ingahúsi. Einnig hefur margoft sýnt sig að menn hafa áhuga á að sinna og taka fyrir svipuð
viðfangsefni. Því er þörf á að sjá fyrir í tíma hvaða efni það er sem hugsanlega má samræma
og hafa samvinnu um á fundum og ráðstefnum. Auk þessa ræddi aðalstjórn ýmis mál
félagsins almenns eðlis.
Áhersla var lögð á betra og nánara samstarf við fagfélög, deildir og nefndir, en skv. lögum
félagsins er skilyrði fyrir því að geta verið félagi í fagdeild að viðkomandi sé félagi í VFÍ.
Þessu er öðruvísi varið í reglum fagfélaganna og hefur þetta atriði á árinu enn orðið
umræðuefni í tengslum við framtíðarskipulag félagsins.
Aðalstjóm fær sendar fundargerðir framkvæmdastjómarfunda VFI, sama máli gegnir um
félagslegan endurskoðanda. Þessir hafa því yfirlit yfir alla starfsemi félagsins og geta gripið
inn í afgreiðslu mála ef þörf þykir. Nýverið var ákveðið að VFI sendi verkfræðideild Háskóla
íslands fundargerðir framkvæmdastjómar félagsins, sem fær á móti fundargerðir deildarráðs-
funda. Farið verður með efnió sem trúnaðarmál og ekki er heimilt að vitna til fundargerð-
anna í ræðu né riti, nema með samþykki eiganda.
Aðalstjórn fylgist með íjárhagslegri stöðu félagsins. Sú venja hefur skapast að leggja fram
bráðabirgðauppgjör endurskoðanda í byrjun september. Ársreikningar þeir sem lagðir eru
fram nú voru lagðir fram á seinasta aðalstjórnarfundi þann 21. febrúar sl. og kynntir af
endurskoðanda VFI, Kristni Gestssyni. Aðalstjórn lýsti ánægju sinni með hversu snemma
ársreikningar lágu fyrir og hversu ljármálastjómin hefur gengið vel hin síðari ár. Innheimtan
er sem fyrr um 90%.
3 Skrifstofa VFÍ
Framkvæmdastjóri VFI er Arnbjörg Edda Guðbjörnsdóttir. Henni til aðstoðar eru Guðríður
O. Magnúsdóttir bókari og Auður Hafsteinsdóttir skrifstofustúlka.
Skrifstofan er opin virka daga frá kl. 9-12 og 13-17. Á föstudögum er lokað kl. 16. Það er
orðinn fastur liður að loka skrifstofu í júlímánuð vegna sumarleyfa.
Tæknifræðingafélag Islands flutti starfsemi sína í Verkfræðingahús þann 1. janúar 1994. I
febrúar það sama ár var ráðinn viðbótarstarfskraftur í fullt starf. Félögin deila með sér kostn-
aði þar sem það á við og miðast skiptaprósentur við félagaljölda hvors félags um áramót
hverju sinni. Félögin standa sjálf undir kostnaði af þeim gjaldapóstum sem sérgreindir eru í
samningi um samrekstur.
VFÍ stendur straum af 63% útlagðs kostnaðar, en TFÍ 37%. VFÍ hafði áður yfir að ráða
tveimur starfsmönnum í fullu starfi, en hefur nú 0,63 x 3 sem gera 1.89 starfsmann, þ.e. held-
ur minna en áður var.
Starf og þjónusta skrifstofu hefur aukist gífurlega með tilkomu tæknifræðinga í húsið.