Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Page 22
20 Árbók VFÍ/TFÍ 1994/95
eru geymdir sér á bók og notaðir til að greiða eitt og annað sem kemur sér vel, en er e.t.v.
ekki bráðnauðsynlegt. Sjá nánar ársreikninga.
Eitt af því sem félagsmenn hafa kvartað yfir er að út á við, á mannamótum, þá komi nafn
Verkfræðingafélagsins ekki nægilega vel fram. í ár var losað fé úr afmælissjóði og VFÍ
eignaðist, eftir rösklega 80 ár, sinn fyrsta alvöru félagsfána, handsaumaðan kjörgrip, unnin af
klaustursystrum Karmelítaklaustursins í Hafnarfirði. Fáninn hefur sett virðulegan blæ á
umhverfi sitt og nafn félagsins hefur komið vel fram, þar sem við hefur átt, bæði á stundum
sorgar og gleði.
5 Félagsmenn
Félagsmenn með fulla þjónustu, þann 15. mars 1995:
Fullgildir félagsmenn 889
Heiðursfélagar 3
Félagar á eftirlaunum 70 ára og eldri 81
Samtals 973
Gjaldlitlir félagsmenn með takmarkaða þjónustu, 15. mars 1995:
Ungfélagar 66
Fullgildir félagsmenn í námi 37
Gestameðlimir 0
Samtals: 103
Þann 15. mars 1995 eru samtals 1076 manns á skrá hjá VFÍ.
5.1 Greiðslur félagsgjalda
Fullborgandi félagsmenn Reykjavík Árgjald kr. 21.000
- Landið - kr. 14.000
- Erlendis - kr. 9.450
Námsfólk borgar 1/10 hluta - kr. 2.100
Ellilífeyrisþegar borga 1/10 hluta - kr. 2.100
Aðild strax að próflokum 1/10 hluta - kr. 2.100
Annað ár 1/2 hluta - eftir búsetu
Af 889 fullgildum félagsmönnum eru það einungis 668 sem borguðu fullt gjald þ.e. kr.
21.000. Nýir félagsmenn sem sækja um aðild strax að próflokum borga fyrsta almanaksárið
1/10 hluta, síðan 50% og á þriðja ári eru þeir orðnir fullborgandi.
5.2 Hættir/látnir
Ursagnir úr félaginu á starfsárinu voru: 41
Látnir félagar á árinu eru: 8
5.3 Umsóknir um félagsaðild frá aðalfundi 1994 til aðalfundar 1995
Alls bárust 53 nýjar umsóknir um aðild að VFÍ. Þar að auki gerðust 23 ungfélagar fullgildir.
5.4 Ráðherraleyfi
Af þeim 69 umsóknum sem menntamálanefnd og framkvæmdastjórn bárust var mælt með
því við iðnaðarráðherra að 64 fengju leyfi til að kalla sig verkfræðinga.
Þá var mælt með því við umhverfisráðherra að 13 verkfræðingar fengju löggildingu til að