Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Page 25
Skýrsla formanns VFI 23
mótvægis er í ráði að efla útgáfu eigin blaða. Eru ýmsar hugmyndir þar að lútandi nú til
athugunar, þ.ám. hugmynd um útgáfu sameiginlegs fréttabréfs VFÍ, TFÍ, FRV og SV.
Ráðist var í útgáfu kynningarbæklings undir heitinu „Þetta félag snýst um þig“ og var
þessu markaðsátaki ætlað að skila sér í íjölgun félagsmanna. Enn er of snemmt að dæma um
hver útkoman verður.
Ráðstefnur hafa verið haldnar ýmist alfarið á vegum VFI eða í samvinnu við TFI. Þessar
ráðstefnur voru vel sóttar og vel heppnaðar og fjölluðu margar um efni sem skipta þjóðina
miklu og höfðuðu til manna langt út fyrir raðir tæknimanna. Þá voru fjölmargir vel heppnaðir
kynningarfundir haldnir sem höfða sérstaklega til tæknimanna. Yfirlit yfir ráðstefnur og
kynningarfundi fylgja þessari skýrslu.
Undir þessum lið má síðan að síðustu nefna sjónvarpsmyndina „Frá torfkofa til tækni-
aldar“ sem fjallar um störf verkfræðinga frá því að fyrsti verkfræðingurinn hóf störf fyrir
u.þ.b. einni öld síðan og sem nú hefur verið frumsýnd á þessum aðalfundi.
6.4 Undirbúningur að útkomu nýs verkfræðingatals
Á starfsárinu hefur verkfræðingatalsnefnd starfað markvisst að undirbúningi nýs verkfræð-
ingatals.
Þann 3. maí 1994 var undirritaður útgáfusamningur Verkfræðingafélags íslands og
Þjóðsögu hf. um útgáfu nýs stéttartals.
Eftir að útgáfusamningur var undirritaður hefur komið í ljós að fjöldi æviskráa er meiri en
áætlað var i fyrstu. I ritinu verða æviskrár félagsmanna í VFI, auk þeirra sem sannanlegan
rétt eiga á starfsheitinu verkfræðingur hér á landi. I febrúar 1995 var fjöldi æviskráa alls
1926, fer sennilega langleiðina í 2000, sem er mun meira en ætlað var þegar samningur við
Þjóðsögu var undirritaður. 1 tengslum við þetta er verið að gera sérstakt átak í fjölgun félags-
manna.
6.5 Samstarf við Tæknifræðingafélag íslands
Þann 1. janúar 1994 hófst samstarf um samrekstur skrifstofu fyrir félögin. Hefur samrekstur-
inn reynst mjög farsæll og stuðlað að nánari samskiptum félaganna á ýmsum sviðum, t.d. í
útgáfumálum, ráðstefnuhaldi og öðrum kynningarmálum. Virðist allt stefna í mjög aukin
samskipti félaganna á llestum sviðum i starfsemi þeirra.
6.6 Langtímastefnumörkun félagsins
Á aðalfundi í fyrra voru lagðar fram tillögur stefnumótunarnefndar um endurskoðun mark-
miða og skipulags VFI. Þessar tillögur hafa verið til umfjöllunar á starfsárinu. Hefur sumum
þeirra verið hrundið í framkvæmd og unnið hefur verið að útfærslu á öðrum. Hér er um
langtíma verkefni að ræða sem verða mun stöðugt á borði stjórnar VFI. Stefnumótunarnefnd
vinnur nú að endurskoðun fyrri tillagna og áætlunum um útfærsluferil.
7 Samstarf viö Norðurlandafélögin
„Nordisk lngeniörmöde“ (NIM-94), fundur formanna og framkvæmdastjóra á Norðurlönd-
um, var haldinn á Villmanstrand í Finnlandi 16. - 18. júní sl. í boði finnsku verkfræðinga-
félaganna (TEK og TFIF). Varaformaður og framkvæmdastjóri sóttu þennan fund af hálfu
VFÍ.