Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Side 26
24 Árbók VFÍ/TFÍ 1994/95
Eins og endranær á slíkum fundum voru ijölmörg mál á dagskrá, svo sem almennar fréttir
af félagsstarfi, atvinnuleysi hjá verkfræðingum, alþjóðasamstarf á mörgum sviðum, skipu-
lagsmál og menntastefna félaganna.
Fulltrúar DIF sögðu að frá og með l. janúar 1995 sameinuðust Dansk Ingeniörforening og
Ingeniör-Sammenslutningen. Nafn þessa nýja félags verður Ingeniörforeningen i Danmark og
hefur það fegnið skammstöfuna IDA.
Fulltrúar Dana lögðu fram skriflega greinargerð um sameininguna út frá sjónarhóli mennt-
unarmála og vitnuðu í þá umbótarstefnu verkfræðimenntunar sem taka mun gildi sumarið
1994 og felur í sér að myndaðar verða tvær námsbrautir. I skýrslu menntamálanefndar VFI
hér á eftir verður komið inn á þessi mál og því óþarfí að tíunda þau hér að öðru leyti en því
að boðið verður upp á styttri verkfræðimenntun (Diplomingeniör- teknikum/akademi) sem er
3 ára fræðilegt nám auk 'A árs verkmenntunar og lengri verkfræðimenntun sem er 5 ára nám
(Civ. ing).
Sérstaklega verður hugað að gæðum styttri námsbrautarinnar, en gert er ráð fyrir fímm ára
aðlögunartíma þessa nýja menntakerfis.
Við sameiningu félaganna þarf að vinna ný félagslög og fékk framkvæmdastjóri aflient
eintak þessara nýju félagslaga á samfundi í Stokkhólmi í janúar sl..
Búið er að skipa í aðalembætti aðalfélags, stéttarfélags og sjálfstætt starfandi. Helge
Strange Henriksen fyrrum framkvæmdastjóri DIF sem er mörgum verkfræðingum hér heima
að góðu kunnur, verður framkvæmdastjóri aðalfélagsins (hovedforeningen), en framkvæmda-
stjórar verða líka fyrir öðrum einingum tengdum hagsmunadeildum eins og stéttarfélagi o.fl.
Starfið fer þó allt fram undir einni regnhlíf, er fullkomið samstarf, enda þótt einingar séu
nokkuð sjálfstæðar. Gögn eru til á skrifstofu.
Umræður urðu á NIM-94 um samvinnu milli félaga verkfræðinga og tæknifræðinga á
hinum Norðurlöndunum og virðist sem hagræðingarsjónarmið standi undir þeirri samvinnu
sem fyrir er og engin áform um sameiningu á döfinni. A þessu er þó undantekning hvað
varðar Island, en VFI og TFI sameinuðust um skrifstofurekstur í ársbyrjun. I Finnlandi er
fyrirhuguð samvinna sænskumælandi félaganna TFIF (sænskumælandi verkfræðingar) og
DIFF (sænskumælandi tæknifræðingar) um ýmis hugsjónamál. A NIM-95 verða þessi mál
rædd frekar og horft fram til ársins 2000 og þá ekki síst vegna Evrópusamstarfs sem Norð-
urlöndin koma mismunandi að.
Á NIM-93 var samþykkt að semja skyldi tillögu um sameiginlega afstöðu í menntunar-
málum og hittust fulltrúar menntunarmála þann 29. mars 1994 í Helsingfors. Aðalfundur VFI
var haldinn 28. mars ‘94 og því fór enginn fulltrúi félagsins héðan á þennan fund. Álit fund-
arins var að virkar umræður og skoðanaskipti um hugmyndir væru mikilvægari en sameigin-
leg afstaða landanna í menntunarmálum. Óskað hefur verið eftir að hvert félag fyrir sig leggi
fram 3-4 síöur um menntunarmálin á NIM-95 nú í sumar.
Rætt var um mikilvægi samvinnu milli Norðurlandanna í sambandi við markaðssetningu
Evrópuverkfræðititilsins EUR-ING og starfsemi á sviði simenntunar (life-long learning). Sjá
nánar ársskýrslu FEANI hér á eftir.
Norska félagið studdi aðild Noregs að EB, en sameiginlegt öllum félögunum er að þau
reyna að láta til sín taka í þjóðfélagsumræðunni. Nú hefur komið í ljós að Norðmenn verða
ekki með í ESB, standa ásamt íslandi utan þess samstarfs.