Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Qupperneq 30
28 Árbók VFÍ/TFÍ 1994/95
fyrir ýmsum ráðstefnum, fundum og námskeiðum varðandi þessi mál. Má þar sem dæmi
nefna:
Arið 1989, þann 7. nóv.
Árið 1990, þann 22. jan.
Árið 1990, þann 20. febr.
Árið 1990, þann 3. maí.
Árið 1990, þann 14.nóv.
Árið 1992, dagana 28. til 29 maí
Árið 1993, þann 17. apríl.
Árið 1993, þann 20.apríl.
Árið 1993, þann 29. apríl
Árið 1993, þann 4. nóv.
Árið 1994, þann 3. febr.
Árið 1994, þann 29. apríl
Jarðskjálftar- Suðurland- San Francisco.
Staða brunamála á Islandi.
Á að halda öllu landinu í byggð?
Náttúruhamfarir og hættur af
mannavöldum.
Erum við viðbúin að takast á við
afleiðingar Suðurlandsskjálfta?
Natural disaster. Alþjóðleg ráðstefna.
Björgunarstörf eftir náttúruhamfarir.
Námskeið fyrir verkfræðinga og
tæknifræðinga um björgunarstörf eftir
náttúruhamfarir.
Myndakvöld og rabbfundur,
um náttúruhamfarir og rústabjörgun.
Mat á umhverfisáhrifum framkvæmda.
Jarðskjálftinn í Los Angeles.
Ráðstefna um brunavarnir í veggöngum.
11.4 Fagleg vinnubrögð verkfræðinga
Framkvæmdastjóm VFÍ fékk til meðferðar erindi þar sem gerðar voru athugasemdir við fag-
leg vinnubrögð félagsmanna VFI. I bréfinu, dags. i sept. 1994 var óskað eftir að stjórn
félagsins lýsti skoðun sinni á málinu. Stjórn kynnti sér tildrög athugasemdanna og ræddi við
málsaðila. I svari stjórnartil málsaðila kom m.a. fram:
Stjórn VFÍ telur nauðsynlegt að undirstrika, að ráðgjafar eða verkkaupar gæti nákvæmni í
orðalagi í þeim skjölum, sem þeir senda frá sér, þegar verið er að óska eftir upplýsingum um
verð eða ætlast er til að gerð séu bindandi tilboð í verk eða vöru. Verkkaupar og tilboðsgjafar
þurfa að vita nákvæmlega, hvaða skuldbindingar þeir eru að gangast undir og hver réttindi
þeirra eru, en það verður ekki augljóst, nema með skýru og skörpu orðavali, sem greinilega
gefur til kynna, hvort um verðkönnun eða t.d. lokað útboð er að ræða.
Ekki er talið rétt að framkvæmdastjórn VFI setjist í dómarasæti í þessu sérstaka máli, en
stjórn á hins vegar að hafa áhrif á og hvetja til faglegra vinnubragða félagsmanna VFI.
Stjórn VFI vill því árétta sem fyrr er sagt að í þeim gögnum sem félagsmenn senda frá sér
vegna tilboðsgerðar eða verðkönnunar er nákvæmni í orðalagi nauðsynleg, til þess að
verkkaupi og tilboðsgjafi viti um gagnkvæmar skyldur sínar.
Lög um framkvæmd útboða kveða á um hvernig aó málum skuli staðið ef um útboð er að
ræða.
Þar segir í 14. grein:
„ Sé um lokað útboð að ræða er kaupanda einungis heimilt að taka hagstœðasta tilboði,
eða hafna þeim öllum.
Sé hagstœðasta tilboð ekki jafnframt það lœgsta ber kaupanda að senda bjóóendum,
sem áttu lœgri tilboð en það sem tekið var, greinargerð með rökstuðningi um valió á
tilboðinu einsfljótt og mögulegt er. “