Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Page 38
36 Árbók VFÍ/TFÍ 1994/95
1994 :
* Markaðssetning einsleitrar vöru, 6. okt.: Þórólfur Árnason, Olíuverslun íslands.
* Sjálfvirkni í matvælaiðnaði, 3. nóv.: Hörður Amarson, Marel hf.
* Áburðarverksmiðjan, 1. des.: Hákon Björnsson, Áburðarverksmiðjunni.
1995 :
* Sorphirða í fortíð, nútíð og framtíð, 19. jan.: Ögmundur Einarsson, Sorpu.
* Gatnaframkvæmdir á
höfuðborgarsvæðinu, 2. feb.: Stefán Hermannsson, Reykjavíkurborg
og Þórarinn Hjaltason, Kópavogsbæ.
* Snjóflóð og snjóflóðavarnir 2. mars.: Magnús Már Magnússon, Veðurstofu íslands
* 3. apríl er fyrirhugaður samlokufundur en fundarefni er enn óákveðið.
Mæting á fundina var yfirleitt á bilinu 20-40 manns en þó skar fundurinn um Gatna-
framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu sig úr hvað það varðar en þá fylltu um 70 manns fundar-
salinn í húsi VFI.
14.2.2 Námskeið
Kynningarnefndin lagði út frá því er hún hóf störf síðastliðið haust að standa ekki í miklu
námskeiðahaldi þar sem framboð á slíku væri mikið á markaðinum. Þó var ákveðið að halda
vínsmökkunamámskeið eins og undanfarin ár en þar sem nægjanleg þátttaka fékkst ekki varð
að fella námskeiðið niður. Hugsanlega er tímasetning námskeiðsins í desember óheppileg
vegna anna fólks en einnig er möguleiki að félagsmenn hafi hreinlega ekki áhuga á
námskeiði sem þessu.
14.2.3 Ráðstefna
Þann 2. mars var haldin ráðstefna í Rúgbrauðs-
gerðinni undir yfirskriftinni „Virkjanir norðan
Vatnajökuls“. Þar var fjallað um virkjanir
norðan Vatnajökuls í víðu samhengi allt frá
einstökum útfærslum virkjana yfir í samfélags-
leg og náttúrufarsleg áhrif þeirra.
14.2.4 Annað
Kynningarnefnd hefur tengst öðrum málum á
þessu starfsári. Má þar nefna hvatningu til
félagsmanna um að skrifa greinar í blöð og
tímarit en einnig tengdist kynningarnefnd lítil-
lega gerð kynningarbæklings sem gefinn var út
á vegum félagsins og dreift var til félagsmanna
sem og hugsanlegra félaga.
Sigurður Ragnarsson formaður (sign.)
Mynd 13 Ráðstefna TFÍ og VFÍ „ Virkjanir
norðan Vatnajökuls", þann 3. mars 1995;
Jónas Frimannsson, ístaki hf. (Ljósm.: Birgir
Jónsson).