Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Blaðsíða 43
Skýrsla formanns VFI 41
ig fyrir komið hjá félögunum að tæknifræðingar eru með sérstaka endurmenntunamefnd en
hjá verkfræðingum fer Menntamálanefnd með málið. Þessari hugmynd var fylgt eftir á
sameiginlegum fundi Menntunarnefndar og Endurmenntunarnefndar TFI og Mennta-
málanefndar VFÍ, þ. 8. desember s.l. Þar var ákveðið að beina því til framkvæmdastjórna
beggja félaga að skipaður yrði vinnuhópur til að móta tillögur að sameiginlegri endurmennt-
unarstefnu félaganna beggja. Þessu var komið til leiðar með skipunarbréfi dags. 11. janúar
s.l. Samstarfsnefndin er skipuð tveimur fulltrúum frá hvoru félagi, þeim Nicolai Jónassyni og
Sigurði Grímssyni frá TFÍ og Guðleifi M. Kristmundssyni (formaður) og Guðmundi G.
Þórarinssyni frá VFÍ. Samstarfsnefndin á að endurskoða stefnu félaganna í endurmenntunar-
málum og skila tillögum um stefnumótun, eins og segir í skipunarbréfi.
14.3.4 Sainmcnnt
Verkfræðingafélag íslands er aðili að Sammennt og er formaður Menntamálanefndar fulltrúi
félagsins á þeim vettvangi. Sammennt er samstarfsnefnd atvinnulífs og skóla um menntun og
þjálfun. Sammennt hefur á undanförnum árum starfað í tengslum við COMETT-áætlun
Evrópusambandsins. Lokaár þeirrar áætlunar var 1994 en ný áætlun, LEONARDO, tók form-
lega gildi l.janúar 1995.
Aðilar að Sammennt eru fyrirtæki, samtök atvinnugreina, fagfélög og skólar. Sammennt
heldur stutt námskeið og sér um undirbúningsvinnu vegna styrkumsókna, m.a. vegna starfs-
manna- og nemendaskipta. Sammennt hefur séð um að útvega íslenskum nemendum, sem
annað hvort hafa nýlokið námi eða eru á lokasprettinum, þjálfunarstöður hjá evrópskum
fyrirtækjum. Sömuleiðis hefur Sammennt haft milligöngu um að koma nemendum frá Evr-
ópu í nokkurra mánaða þjálfun hjá fyrirtækjum hér á landi.
Aðalfundur Sammenntar var haldinn 20. janúar s.l. Af námskeiðum á vegum Sammenntar,
sem annað hvort eru í undirbúningi eða hafa verið haldin, og styrkt hafa verið af COMETT,
má nelna námskeið um geymsluþol matvæla, um pappírslaus viðskipli, urn gæðavottun í bygg-
ingariðnaði og um nýja staðla í málmiðnaði.
í stefnumörkun Sammenntar, sem samþykkt var á aðalfundi 10. desember 1993 segir, að
það skuli vera meginmarkmið nefndarinnar að „vera vettvangur fyrir samstarf aðila atvinnu-
lífs, menntakerfis og vísindasamfélags og þessara aðila við stjórnvöld“. Núverandi formaður
Sammenntar er Sigmundur Guðbjarnason, prófessor, en verkefnisstjóri er Agúst H. Ingþórs-
son.
14.3.5 íslandsnefnd FEANI
Verkfræðingafélag íslands er aðili að FEANl, Evrópusamtökum verkfræðinga- og tækni-
fræðingafélaga. I hverju aðildarlandi FEANI starfar landsnefnd og stendur Verkfræð-
ingafélagið að íslandsnefnd FEANI ásamt Tæknifræðingafélagi íslands. Félögin skiptast á að
ltafa formennsku í nefndinni, tvö ár í senn hvort félag, og hefur formaður Menntamálanefnd-
ar gegnt þessu hlutverki s.l. tvö ár. Á fundi íslandsnefndar FEANl þ. 30. nóvember s.l. tóku
tæknifræðingar við formennsku í nefndinni. Auk þess var ákveðið, í samræmi við eldri
samþykktir félaganna, að í nefndinni skuli framvegis sitja þrír fulltrúar frá hvoru félagi auk
fulltrúa Eftirlitsnefndar FEANI, alls sjö nefndarmenn í stað ljögurra áður. Formaður íslands-
nefndar var kjörinn Eiríkur Þorbjörnsson. Aðrir í nefndinni eru Gunnar Sæmundsson og Páll
Jónsson fyrir TFÍ og Guðleifur M. Kristmundsson, Karl Ómar Jónsson og Oddur B. Bjöms-