Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Page 45
Skýrsla formanns VFÍ 43
inum skrifaði Menntamálanefnd bréf til deildarforseta verkfræðideildar I II og lýsti yfir á-
hyggjum vegna hárrar fallprósentu og óskaði úrbóta. Það varð að samkomulagi milli raunvís-
indadeildar og verkfræðideildar að öðrum kennara yrði fengin umsjón með námskeiðinu til
reynslu.
Formaður Menntamálanefndar vill að lokum þakka samnefndarmönnum sínum fyrir
ánægjulega samvinnu á undanförnum árum. Nefndin þakkar formanni félagsins og fram-
kvæmdastjórn svo og framkvæmdastjóra og starfsfólki skrifstofunnar gott samstarf.
Guðleifur M. Kristmundsson, formaður menntamálanefndar VFI
Stefna
Verkfræðingafélags íslands
í menntunarmálum verkfræðinga
1 Verkfræðingur: 5 ára nám
Félagið stefnir að því að setja nýjar lágmarkskröfur varðandi rétt fólks til að nota starfsheitið
verkfrœðingur, sem svari 150 einingum eða 5 ára námi við verkfræðideild háskóla eða við
tækniháskóla. Þetta nám jafngildi meistaragráðu í verkfræði við tækniháskóla í Evrópu og
Bandaríkjunum, sem félagið viðurkennir.
2 Tæknifræðingur: 3,5 árs nám
Félagið beiti sér fýrir því að hér á landi verði tekinn upp nýr námsáfangi í verkfræði, til starfs-
réttinda og sem undanfari að meistaranámi í verkfræði (verkfræðigráðu), sem svari 105
einingum eða 3,5 árs námi við verkfræðideild háskóla eða við tækniháskóla. Þetta nám veiti
fólki rétt til að nota starfsheitið tœknifrœðingur. Það jafngildi B.S. gráðu í verkfræði við
tækniháskóla í Evrópu og Bandaríkjunum, sem félagið viðurkennir. Þeim sem lokið hafa
þessu námi verði boðin aðild að félaginu.
3 Aukin áhersla á viðskipta- og markaðsgreinar
Leggja ber aukna áherslu á kennslu í viðskipta- og markaðsgreinum til þess að gera verk-
fræðinga hæfari til að takast á við öflun markaða fyrir verkfræðiþekkingu. Þetta nám verði
hluti af sameiginlegum grunni fyrir alla verkfræðinema.
4 Aukin áhersla á stjórnun
Kennslu í stjórnunargreinum ber að auka frá því sem nú er. Þetta á einkum við grunnnám
byggingar- og rafmagnsverkfræðinema. Með auknunt möguleikum verkfræðinga á að komast
í stjórnunarstöður mun þekking þeirra komast betur til skila til hagsbóta fyrir atvinnulífið.
5 Grunngreinar samhliða verkfræðigreinum
Leggja ber áherslu á að hefja kennslu í verkfræðigreinum fyrr en nú er gert, jafnframt því
sem grunngreinar flytjist að hluta síðar í námið. Þannig munu færri verkfræðinemar hverfa
frá námi og grunngreinarnar nýtast betur og verða verkfræðingum tamari.
6 Samvinna við atvinnulífið
Nýta ber verkefnavinnu í verkfræðinámi í auknum mæli til að efla samvinnu við atvinnulífið.
Á þann hátt munu verkfræðinemar kynnast raunverulegum aðstæðum í starfi verkfræðinga,