Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Page 46
44 ÁrbókVFÍ/TFÍ 1994/95
kynnast takmörkunum og leitast við að leysa verkefni á hagkvæmastan hátt. Líkur eru á því
að verkefnavinna geti leitt af sér atvinnutækifæri síðar.
7 Einstaklingsnámskeið
I námi verkfræðinga verði boðið upp á þann möguleika að nemandi geti fengið metið til
náms verkefni, sem unnin eru sjálfstætt, undir eftirliti kennara og gjarnan í tengslum við
atvinnulífíð.
8 Tækniháskóli íslands
Félagið telur aó æðra tækninámi á íslandi verði best fyrir komið í sérstökum tækniháskóla, til
þess að auka hagræðingu og skilvirkni. Tækniháskólanum verði ætlað það meginhlutverk að
bjóða verkfræðimenntun er veiti fólki rétt til að nota starfsheitin tœknifrœðingur og verk-
frœðingur.
9 Tengsl VFÍ og atvinnulífs við verkfræðimenntunina
Auka ber áhrif og ábyrgð atvinnulífsins á menntun verkfræðinga. Því skal stjórn verk-
fræðinámsins skipuð aðilum frá fagfélögum og atvinnulifmu.
10 Tæknibókasafn
Grunnforsenda fyrir öflugu rannsóknar- og þróunarstarfi á sviði tækni og verkfræði er að til
sé í landinu tæknibókasafn er standist samanburð við sambærileg söfn viðmiðunarskóla
erlendis. Félagið mun vinna að þessu markmiði ásamt aðilum atvinnulífs og skóla.
11 Forkröfur til verkfræðináms
Skilgreindar verði forkröfur, sem uppfylla þarf til að geta hafíð nám í verkfræði. Þannig
munu framhaldsskólar geta skipulagt starf sitt betur og gert undirbúning nemenda fyrir
háskólanám markvissari.
12 Lengra skólaár, styttri námstími
Breyttar forsendur í þjóðfélaginu kalla ekki lengur á vinnu skólafólks í sama mæli og áður.
Þess vegna ber að lengja skólaárið og stefna að því að útskrifa verkfræðinga yngri en verið
hefur. Stúdentsprófsaldur ber að lækka í 19 ár, eins og nefnd Alþingis hefur nú lagt til. Með
þessu, ásamt skilvirkara verkfræðinámi, munu verkfræðinemar geta hlotið B.S. gráðu 22 ára í
stað 24 ára nú og meistaragráðu 24 ára í stað 26 ára nú.
13 Rammalöggjöf um háskólastigið
Vegna ofnotkunar á hugtakinu háskóli (1. universitatis) er nauðsynlegt að sett verði ramma-
löggjöf um kennslu á háskólastigi, sem skilgreini kröfur til menntastofnana, rannsókna og
kennara.
14 Endurmenntun verkfræðinga
Félagið mun auka beina þátttöku sína í endurmenntun verkfræðinga, m.a. með samvinnu við
Endurmenntunarstofnun Fláskóla íslands og endurmenntunarskóla iðnaðarins.
Samþykkt á almennum félagsfundi þann 28. apríl 1994.