Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Page 48
46 Arbók VFI/TFI 1994/95
14.5.4 Árbók
Árbók 1992-93 kom út í ársbyrjun. Útkoma árbókar 1993-94 hefúr tafist ámóta og í fyrra,
m.a. vegna tafa í umbroti. Þess er vænst að bókinni verði dreift í marsmánuði. Kostnaðar-
uppgjör liggur ekki fyrir, en ljóst er að erfiðlegar hefur gengið að afla auglýsingatekna en oft
áður.
Birgir Jónsson sem hefur ritstýrt 6 fyrstu árbókunum hefur látið af því starfi. Útgáfunefnd
þakkar Birgi mikið starf í þágu félagsins, sem hann hefur leyst af hendi með sóma.
Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi formaður félagsins hefur verið ráðinn til að ritstýra
næstu árbók. Guðmundur er landskunnur af verkum sínum á sviði stjórnunar og ritstarfa og
væntir nefndin mikils af samstarfínu við hann. Ragnar Ragnarsson mun rita tækniannál í
næstu árbók. Tæknifræðingafélagið hefur lýst vilja til samstarfs um útgáfu Árbókarinnar og
er gert ráð fyrir að þeir eigi fulla aðild að útgáfu næstu bókar.
Ritrýndar tæknigreinar munu birtast í Árbók hér eftir. Nefnd þriggja prófessora í Háskóla
Islands hefur tekið að sér að sjá til þess að greinar verði rýndar af til þess bærum aðilum.
Lagt hefur verið til að Árbók verði skipt í tvær bækur, vor- og haustbók. Ekki liggur fyrir
hvort af þeirri breytingu verður þetta árið, en ákvörðun um það verður að taka sem fyrst.
14.5.5 Almanak/ félagaskrá
Ráðgert var að gefa út félagaskrá í vasabókarbroti. Af því varð ekki á árinu af tæknilegum
orsökum m.a. vegna símnúmerabreytinga. Skráin er nú í prentun og verður dreift með
Árbókinni. Nefndin telur eðlilegt að gefa slíka skrá út árlega. Skránni mætti einnig dreifa á
tölvutæku formi og stefna ætti að því að hún væri aðgengileg á Interneti þegar skrifstofan
hefur tengst því.
14.5.6 Kostnaður 1994
Bókfærður kostnaður við útgáfumál á árinu 1994 var sem hér segir:
VT-fréttir (16 tbl.) 474 þús. - auglýsingatekjur Árbók 2.283 þús. - tekjur af auglýs. 71 þús. 403 þús.
og kynningum 1474 þús. 809 þús.
AVS (4 tbl.) 1.367 þús.
Samtals: 2.579 þús.
.7 Áætlaður kostnaður 1995
VT- fréttir 9 tölublöð jan.-maí, framlag VFÍ 270 þús.
1 aukablað í aukna dreifingu Nýtt fréttabréf í samvinnu VFÍ, TFÍ, SV, FRV og LVFÍ. Undirbúningskostnaður og 50 þús.
útgáfa 8 tbl. sept. - des., framlag VFÍ 450 þús.
Árbók 1994-95, framlag VFÍ 900 þús.
Félagatal 200 þús.
Samtals: 1.870 þús.
Samþykkt á fundi útgáfunefndar 28. febrúar 1995.
Arni Arnason, formaður Útgáfunefndar VFI