Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Page 74
72 Árbók VFÍ/TFÍ 1994/95
Orðanefnd var einnig endurkosin, en í henni sitja 9 manns undir öruggri og árangursríkri
stjórn Bergs Jónssonar.
Á starfsárinu voru haldnir 4 fundir:
1. fundur var haldinn 19.10.1994.
Fundarefni: Notkun ATM-tækni í ijarskiptakerfum.
Fyrirlesari: Ásgeir Ægisson, verkfræðingur hjá Pósti og síma.
2. fundur var haldinn 16.11.1994.
Fundarefni: Er samkeppni í rekstri GSM farsímakerfa raunhæfur kostur á íslandi ?
Fyrirlesari: Heimir Þór Sverrisson, verkfræðingur hjá Plúsplús hf.
3. fundur verður haldinn 22.3.1995.
Fundarefni: Kynning á ISGÁTT; Aðferðir og þjónusta við samtengingu hinna marg-
víslegu tölvupóstkerfa (X.400, Intemet, cc:Mail, MS Mail, SMTP, LoturNotes o.ll.).
Fyrirlesari: Dagný Halldórsdóttir, verkfræðingur, Skíma hf.
4. fundur (aðalfundur RVFÍ) verður haldinn 19.4.1995.
Fundarefni auk venjulegra aðalfundarstarfa: Áhrif rafsegulsviðs á mannslíkamann.
Formaður RFVI er erlendis og getur því miður ekki mætt á aðalfund VFÍ. Fyrir hönd raf-
magnsverkfræðinga sendir hann bestu kveðjur til fundarins.
Gudmimdur Olafsson, formaður R VFI
4 Orðanefnd RVFÍ
Frá síðasta aðalfundi VFI, 28. mars 1994, til þessa fundar, mótaðist starf Orðanefndar RVFI
af þrennu: Unnið var jafnt og þétt að þýðingum íðorða um ljósfræði í 845. kafla alþjóða
raftækniorðasafnsins, sem IEC gefur út. Eftir árangurslausa leit að útgefanda að Raf-
tækniorðasafni 5, ákvað Orðanefndin að gefa sjálf út bókina, og er hún nú í prentun. Loks
hefur nefndin verið að undirbúa útgáfu ensk-íslenskrar/íslensk-enskrar raftækniorðabókar án
skilgreininga uppsláttarorða en með tilvísun í íyrri orðasöfn nefndarinnar, þar sem finna má
sömu íðorð á allt að 8-9 erlendum tungumálum og með skilgreiningum, sem eru viðurkennd-
ar á alþjóðlegum vettvangi.
Um ofannefnd verkefni er það að segja, að íðorð úr ljósfræði hafa áður birst á vegurn
Orðanefndar RVFI, í fyrra bindi Raftækni- og ljósorðasafns, sem út kom árið 1965. Bókin
hefur lengi verið ófáanleg, og ljölmörg ný orð hafa bæst við í alþjóðaútgáfunni, sem
Orðanefnd þýðir. Full ástæða er því til að hraða verkinu, sem sækist seint, enda er það
umfangsmikið og snúið. Nefndin þarfnast aðstoðar sérfræðinga á sviði ljósfræði og ekki síður
íslenskufræðings.
Orðanefnd átti gott samstarf við Bókaútgáfu Menningarsjóðs, sem gaf út allar bækur henn-
ar að fyrstu bókinni frátaldri. Þegar ákveðið var að leggja starfsemi bókaútgáfunnar niður í
ársbyrjun 1992, var gert ráð fyrir, að önnur forlög tækju að sér það hlutverk, sem Bókaútgáfa
Menningarsjóðs hefði farið með. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Orðanefndar til að fá önnur for-
lög til að taka að sér útgáfu næstu orðabóka nefndarinnar, var því hvarvetna synjað, eða
skilmálar voru óaðgengilegir. Orðanefnd tók því að lokum ákvörðun um að gefa sjálf út bókina,
eins og áður segir. Tilboð fékkst frá Prentsmiðjunni Odda í prentun og annan frágang
bókarinnar, og nýr Menningarsjóður veitti nokkum styrk til útgáfunnar, sem vonast er til að
nægi fyrir stórum hluta beins útgáfukostnaðar. Meginmál bókarinnar er ljósprentað eftir