Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Page 74

Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Page 74
72 Árbók VFÍ/TFÍ 1994/95 Orðanefnd var einnig endurkosin, en í henni sitja 9 manns undir öruggri og árangursríkri stjórn Bergs Jónssonar. Á starfsárinu voru haldnir 4 fundir: 1. fundur var haldinn 19.10.1994. Fundarefni: Notkun ATM-tækni í ijarskiptakerfum. Fyrirlesari: Ásgeir Ægisson, verkfræðingur hjá Pósti og síma. 2. fundur var haldinn 16.11.1994. Fundarefni: Er samkeppni í rekstri GSM farsímakerfa raunhæfur kostur á íslandi ? Fyrirlesari: Heimir Þór Sverrisson, verkfræðingur hjá Plúsplús hf. 3. fundur verður haldinn 22.3.1995. Fundarefni: Kynning á ISGÁTT; Aðferðir og þjónusta við samtengingu hinna marg- víslegu tölvupóstkerfa (X.400, Intemet, cc:Mail, MS Mail, SMTP, LoturNotes o.ll.). Fyrirlesari: Dagný Halldórsdóttir, verkfræðingur, Skíma hf. 4. fundur (aðalfundur RVFÍ) verður haldinn 19.4.1995. Fundarefni auk venjulegra aðalfundarstarfa: Áhrif rafsegulsviðs á mannslíkamann. Formaður RFVI er erlendis og getur því miður ekki mætt á aðalfund VFÍ. Fyrir hönd raf- magnsverkfræðinga sendir hann bestu kveðjur til fundarins. Gudmimdur Olafsson, formaður R VFI 4 Orðanefnd RVFÍ Frá síðasta aðalfundi VFI, 28. mars 1994, til þessa fundar, mótaðist starf Orðanefndar RVFI af þrennu: Unnið var jafnt og þétt að þýðingum íðorða um ljósfræði í 845. kafla alþjóða raftækniorðasafnsins, sem IEC gefur út. Eftir árangurslausa leit að útgefanda að Raf- tækniorðasafni 5, ákvað Orðanefndin að gefa sjálf út bókina, og er hún nú í prentun. Loks hefur nefndin verið að undirbúa útgáfu ensk-íslenskrar/íslensk-enskrar raftækniorðabókar án skilgreininga uppsláttarorða en með tilvísun í íyrri orðasöfn nefndarinnar, þar sem finna má sömu íðorð á allt að 8-9 erlendum tungumálum og með skilgreiningum, sem eru viðurkennd- ar á alþjóðlegum vettvangi. Um ofannefnd verkefni er það að segja, að íðorð úr ljósfræði hafa áður birst á vegurn Orðanefndar RVFI, í fyrra bindi Raftækni- og ljósorðasafns, sem út kom árið 1965. Bókin hefur lengi verið ófáanleg, og ljölmörg ný orð hafa bæst við í alþjóðaútgáfunni, sem Orðanefnd þýðir. Full ástæða er því til að hraða verkinu, sem sækist seint, enda er það umfangsmikið og snúið. Nefndin þarfnast aðstoðar sérfræðinga á sviði ljósfræði og ekki síður íslenskufræðings. Orðanefnd átti gott samstarf við Bókaútgáfu Menningarsjóðs, sem gaf út allar bækur henn- ar að fyrstu bókinni frátaldri. Þegar ákveðið var að leggja starfsemi bókaútgáfunnar niður í ársbyrjun 1992, var gert ráð fyrir, að önnur forlög tækju að sér það hlutverk, sem Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefði farið með. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Orðanefndar til að fá önnur for- lög til að taka að sér útgáfu næstu orðabóka nefndarinnar, var því hvarvetna synjað, eða skilmálar voru óaðgengilegir. Orðanefnd tók því að lokum ákvörðun um að gefa sjálf út bókina, eins og áður segir. Tilboð fékkst frá Prentsmiðjunni Odda í prentun og annan frágang bókarinnar, og nýr Menningarsjóður veitti nokkum styrk til útgáfunnar, sem vonast er til að nægi fyrir stórum hluta beins útgáfukostnaðar. Meginmál bókarinnar er ljósprentað eftir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Árbók VFÍ/TFÍ

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók VFÍ/TFÍ
https://timarit.is/publication/899

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.