Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Page 76
74 Árbók VFÍ/TFÍ 1994/95
11. nóv. síðastliðinn. Langferðabifreið flutti u.þ.b. 30 félaga að viðhaldsskýli Flugleiða í
Keflavík þar sem Pétur Eysteinsson vélaverkfræðingur tók á móti hópnum. Kynning
viðhaldsdeildar hófst á fróðlegum fyrirlestri Péturs og umræðum um tækni- og rekstrarleg
atriði. Sérstaka athygli vakti hversu oft og vandlega flugvélar eru skoðaðar. Einnig þótti
mögulegur vaxtarbroddur starfseminnar, skoðun og viðhald flugvéla fyrir erlend flugfélög,
spennandi en Flugleiðir hafa tekið að sér nokkur slík verk. Eftir þennan bóklega þátt fólst sá
verklegi í skoðun sundurtættrar Boeing 737 vélar, Aldísar TF-FIA!, sem var í árlegri þriggja
vikna skoðun. Að lokinni ítarlegri rannsókn á hreyflum, stýribúnaði, tæringu í vængjum og
lýsingu á vinnubrögðum var gestum boðið upp á kaffi og snittur. Flugleiðir sáu síðan um að
skila mönnum heilum heim í Verkfræðingahús. V“FÍ kann þeim bestu þakkir fyrir.
5.2 Kynnisferð VVFÍ til Áburðarverksmiðju ríkisins.
Þann 17. febrúar 1995 var Aburðarverksmiðja ríkisins heimsótt. Mætt var við verksmiðjuna.
Þar tóku forráðamenn hennar á móti okkur og var verksmiðjan, sem er 40 ára um þessar
mundir, síðan skoðuð. Var mjög fróðlegt að sjá framleiðsluferlið, sem segja má að byrji á
myndun þeirra efna sem notuð eru í áburðinn (vetni, sýra, ammoniak) og endar svo með
framleiðslu sjálfs áburðarins og pökkun hans. Að lokinni skoðun var boðið upp á léttar
veitingar og á meðan fræddi Haukur Björnsson framkvæmdastjóri okkur um sögu fyrirtæk-
isins, rekstur og framtíðarhorfur. Kunnum við Hauki og hans starfsliði bestu þakkir fyrir
góðar móttökur og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni.
Ovænt uppákoma átti sér stað, sem lá í því að Dr. Páll Valdimarsson sýndi okkur tilrauna-
vél háskólans sem notuð er við tilraunir með brennslu vetnis í díselvélum, en þessi vél er
staðsett í Aburðarverksmiðjunni. Þökkum við Páli hér með fyrir það.
Haflidi Loftsson, formaður