Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Page 88
86 ÁrbókVFÍ/TFÍ 1994/95
Mynd 7 Verðbréfakaup LVFÍ. Verólag íjanúar 1995.
Mynd 7 sýnir skiptingu verðbréfakaupa milli bréfa keyptum af sjóðfélögum annars vegar
og bréfum keyptum af öðrum hins vegar. Mikil skuldabréfakaup síðustu tvö árin stafa að
nokkru af að skuldabréf hafa verið seld og önnur keypt í staðinn.
Mynd þessi undirstrikar það sem kemur til með að skipta mestu máli hjá sjóðnum í
framtíðinni, en það eru ljárfestingarmál.
Sjóðurinn jók við hlutabréfaeign sína með kaupum hlutabréfa í ijórum hlutafélögum að
fjárhæð samtals kr. 19.709.000, sem var 1,8% af ráðstöfunarfé sjóðsins. Stjórnin hefur farið
varlega í hlutabréfakaupum, en gerir ráð fyrir að halda áfram á sömu braut.
Eins og áður voru veitt lán til sjóðfélaga vor og haust. Við haustúthlutun komu 46
umsóknir, sem var 2 umsóknum fleira en árið áður. Allar umsóknir voru samþykktar.
Við vorúthlutun komu 62 umsóknir, sem voru 26 umsóknum fleiri en vorið áður. Allar
umsóknirnar voru samþykktar. Samþykkt hafa því verið 108 lán til sjóðfélaga á þessu starfs-
ári á móti 79 lánum á fyrra starfsári.
3.3 Vaxtamál
Vextir á lánum til sjóðfélaga hafa verið óbreyttir um nokkurra ára skeið.
Eins og sjóðfélagar muna stóð stjórnin veturinn 1993-1994 fyrir könnun á viðhorfi
sjóðfélaga til ýmissa atriða varðandi rekstur sjóðsins. 87% þeirra sem tóku þátt vildu halda
áfram að lána frumlán til sjóðfélaga. 60% vildu hafa lánsljárhæðina óbreytta, önnur 14%
vildu hafa ljárhæðina enn hærri. 53% vildu hafa vextina 3,5% og önnur 7% vildu hafa vextina
enn lægri. Með þessu eru sjóðfélagar að taka ábyrgð á lægri lífeyrisréttindum í framtíðinni,
en annars hefði verið, og munar þar mestur fyrir þá sem eru ungir.
Ýmis sjónarmið hafa komið upp í umræðunni um hvort vextir skuli vera hærri eða lægri.
Meðal þess sem nefnt hefur verið er tvísköttun lífeyris og tekjutenging lífeyris almannatrygg-
inga, en hvorutveggja refsar mönnum fyrir að hafa verið í lífeyrissjóði sem var skynsamur í
vaxtamálum.
Nú hefur verið ákveðið að afnema tvísköttun í áföngum á árunum 1995 - 1997. Enn frem-
ur er sú umræða orðin hávær, að tekjutenging í þjóðfélaginu sé komin út fyrir allt velsæmi,
og þurfí nú aö minnka hana.