Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Qupperneq 91
Félög tengd VFÍ 89
út á að þeim sem fóru á lífeyri var reiknaður verðtryggður lífeyrisréttur og voru þeim, sem fóru
á lífeyri, greidd 80% af fullverðtryggðum lífeyri. Hinar gömlu réttindatöflur, sem miðuðu m.a.
við 4,0% ávöxtun, óverðtryggt, voru lagðar til grundvallar til að reikna út hinn verðtryggða
lífeyri.
Ymsar leiðir voru kannaðar um hvernig fara skyldi með iðgjöld greidd fyrir 1991. Þeirri
leið sem farin var má lýsa með eftirfarandi hætti.
Sjóðfélögum voru reiknuð óverðtryggð réttindi í samræmi við ávöxtun sjóðsins frá þeim
tíma, sem iðgjald hafði verið greitt. Þessi óverðtryggðu réttindi hafa síðan verið verðtryggð frá
ársbyrjun 1991 og við þau hafa bæst verðtryggð réttindi í samræmi við greidd iðgjöld. Ef ekki
hefði annað verið gert hefðu réttindi elstu sjóðfélaganna með þessu orðið mjög lág.
Því var lagður sérstaklega til hliðar sjóður, sem orðið hafði til af öðrum ástæðum en þeim að
ávöxtun hafði orðið betri, en reiknigrundvöllur gerði ráð fyrir. Má þar nefna úrgöngur úr
sjóðnum og tryggingafræðileg atriði.
Samkvæmt bráðabirgðaákvæði, sem sett var í reglugerðina á aðalfundinum 1990, skyldi
þessum sjóði varið til að tryggja þeim sem greiða í sjóðinn, að lágmarki 80% af verðtryggð-
um réttindum. Kveðið var á um að þetta hlutfall gæti hækkað eða lækkað eftir því hvernig
sjóðurinn entist til að greiða þessar uppbætur.
Tryggingafræðingur sjóðsins kannar nú hvort möguleiki er á að hækka þetta hlutfall.
Með því að greiða meðaliðgjald, eins og það var á síðasta ári, frá 25 ára aldri til 65 ára aldurs
ávinna sjóðfélagar sér 93 þús kr. á mánuði í ellilífeyri. Með því að fresta töku lífeyris til 67
ára aldurs, án þess að greiða jafnframt iðgjald, hækkar lífeyrir í tæp 108 þús. kr. á mánuði.
Hinum eldri sjóðfélögum, sem llnnst lífeyrisréttur sinn lágur, er bent á að riíja upp hvað þeir
hal'a greitt í iðgjöld til sjóðsins.
Því er stundum haldið fram, að LVFI lofi lágum réttindum. Tryggingafræðingur okkar
hefur borið saman ellilífeyrisréttindi skv. reglugerðum, sem fást með því að greiða jafnhátt
iðgjald frá 25 ára aldri til 65 ára aldurs til LVFÍ annars vegnar og Lífeyrissjóðs verslunar-
manna hins vegar. í ljós kemur, að lífeyrisréttindi hjá LVFÍ eru 0,5% lægri en hjá Lífeyrisjóði
verslunarmanna. Þar er þá ekki litið til annarra þátta en ellilífeyris. Hér skiptir máli forsenda
um jafnháar greiðslur allan tímann.
Hafa ber í huga, að réttindi samkvæmt töflunni er eins konar spá. Ef, eins og þessi árin, hlut-
irnir ganga á betri veg en gert er ráð fyrir í reiknigrundvelli lífeyrissjóðsins, þá eru lífeyrisrétt-
indin hækkuð, ef hlutirnir ganga verr eru réttindin lækkuð.
Jónas Bjarnason, formaður L VFl