Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Síða 95
Lög og reglur VFÍ 93
Franikvæmdastjórn
16. gr.
Framkvæmdastjóm skipa formaður, og þeir fjórir meðstjórnendur, sem kosnir eru beinni
kosningu á aðalfundi. Stjórnin kýs sér varaformann út röðurn meðstjórnenda til eins árs í
senn.
Framkvæmdastjórn setur sér starfsreglur, sem háðar eru samþykki aðalstjórnar.
Framkvæmdastjórn ræður framkvæmdastjóra, sem ræður annað starfsfólk í samráði við
framkvæmdastjórn.
Framkvæmdastjórn skal leggja fram á aðalfundi skýrslu um starfsemi félagsins fyrir liðið
starfsár, endurskoðaða reikninga, enn fremur starfsáætlun næsta starfsárs og tjárliagsáætlun.
Framkvæmdastjórn getur veitt prókúruumboð fyrir félagið.
Aðalstjóm og framkvæmdastjóm skulu halda gerðarbækur um fundi sína og ákvarðanir.
Akvæði til bráðabirgða:
1. Varaformaður kosinn á aðalfundi félagsins 1995 telst um leið vera réttkjörinn til að
taka við formennsku í félaginu á aðalfundi 1996. Kjörtímabil hans veröur eitt ár. Aó
þeim tíma liðnum verður hann kjörgengur til endurkjörs til tveggja ára þar frá sam-
kvœmt ákvœðum 15. gr.
2. Meðstjórnandi og varameðstjórnandi, kosnir á aðalfundi félagsins 1995 teljast vera rétt-
kjörnir til sömu starfa fyrir kjörtímabil sem lýkur á aðalfundi 1997. Að þeim tíma
liðnum verða þeir kjörgengir til endurkjörs samkvœmt ákvœðum 15. gr.
3. Fráfarandi formaður á aðalfundi 1996 verður sjáljkrafa meðstjórnandi í aðalstjórn
félagsins eins og hún verður skipuð á þeim fundi og verður kjörtímabil hans til aðalfund-
ar 1997.
4. Aðalfundur 1996 kýs tvo meðstjórnendur og einn varameðstjórnanda.
Dcildir og hagsminiafclög
17. gr.
Innan vébanda VFI geta starfað sérgreinadeildir, landshlutadeildir, klúbbdeildir og hags-
munafélög.
Sérgreinadeildir íjalla um málefni hinna ýmsu verkfræðigreina.
Landshlutadeildir eru samtök félagsmanna, búsettra í hinum ýmsu landshlutum (héruðum).
Klúbbdeildir starfa að ýmsum áhugamálum félagsmanna.
Hagsmunafélög gæta hagsmuna félagsmanna sinna og geta í því sambandi, að fengnu
samþykki aðalstjórnar VFÍ, átt aðild að öðrum samtökum.
Lög sérgreinadeilda, landshlutadeilda og klúbbdeilda og breytingar á þeim skulu hljóta
samþykki aðalfundar VFÍ á sama hátt og lög VFÍ.
Hagsmunafélag, sem óskar að starfa innan vébanda VFI, skal senda um það umsókn til
aðalstjórnar. Aðalstjórn er skylt að leggja slíka umsókn fyrir aðalfund og geta hennar í
fundarboði. Til samþykktar á slíkri aðild þarf einfaldan meirihluta atkvæða á aðalfundi.
Deildir og hagsmunafélög mega ekki koma fram opinberlega í nafni VFI nema með
samþykki framkvæmdastjórnar.
Hagsmunafélög skulu hafa sjálfstæðan fjárhag. Deildir mega hafa sjálfstæðan íjárhag.