Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Page 97
Lög og reglur VFI 95
Menntamálanefnd skal standa vörð um, að menntun verkfræðinga verði ávallt eftirsótt.
Nefndin skal fara með endurmenntunarmál fyrir hönd félagsins út á við.
Menntamálanefnd skal vera stjórnum félagsins til ráðuneytis um menntamál.
Menntamálanefnd skal hafa frumkvæði að því, hvernig VFI getur beitt áhrifum sínum gagn-
vart yfírvöldum menntamála í því skyni að ná markmiðum félagsins.
Menntamálanefnd skal semja reglur um þær menntunarkröfur, sem krafist er til inngöngu í
félagið. Þessar reglur skulu hljóta samþykki aðalstjórnar og skulu síðan gefnar út.
Menntamálanefnd skal markaður ákveðinn hluti félagsgjalda til starfsemi sinnar. Fyrir lok
hvers starfsárs skal menntamálanefnd gefa framkvæmdastjórn skýrslu um starfsemi ásamt
áætlunum um verkefni og íjárþörf nefndarinnar fyrir næsta starfsár.
Kynningarnefnd
21. gr.
Kynningarnefnd skal vinna að auknu áliti verkfræðilegrar og vísindalegrar menntunar í
landinu og auka skilning á starfí verkfræðinga.
Nefndin skal vinna reglulega að kynningu á málefnum félagsins gagnvart almenningi,
stjórnvöldum og íjölmiðlum í samráði við stjórnir félagsins. Nefndin vinnur að hlutverki sínu
með því að efna til funda og ráðstefna eða með hverjum þeim hætti, sem viðeigandi er hverju
sinni.
Kynningarnefnd skal markaður ákveðinn hluti félagsgjalda til starfsemi sinnar. Fyrir lok
hvers starfsárs skal kynningarnefnd gefa framkvæmdastjórn skýrslu um starfsemi ásamt
áætlunum um verkefni og ijárþörf nefndarinnar fyrir næsta starfsár.
Skipun fastanefnda
22. gr.
Fastanefndir skulu skipaðar af framkvæmdastjórn og skal Ieitast við, að þær endurspegli
vilja og hugmyndir deilda og hagsmunafélaga VFÍ.
Fastanefndir skulu standa framkvæmdastjóm skil á starfsemi sinni.
Ákvæði til bráðabirgða: þeir sem nú sitja í fastanefndum félagsins skulu sitja út kjör-
/skipunartímabil sitt.
Útflutningsnefnd
22. gr. A
Utflutningsnefnd vinnur að því að auka atvinnutækifæri verkfræðinga, með áherslu á
útflutning vöru og þjónustu, sem beint eða óbeint er afurð af vinnu verkfræðinga.
Utllutningsnefnd skal gera tillögur til framkvæmdastjórnar um hvernig best verður unnið
að framgangi þessa málaflokks, tillögurnar skulu meðal annars fjalla um hvernig VFÍ getur
beitt sér fyrir umræðum í þjóðfélaginu, um aðgerðir sem gætu orðið til að bæta rekstr-
arumhverfi fyrirtækja og þar með samkeppnishæfni þeirra.
Utflutningsnefnd skal markaður ákveðinn hluti félagsgjalda til starfsemi sinnar. Fyrir lok
hvers starfsárs skal útflutningsnefnd gefa framkvæmdastjórn skýrslu um starfsemi sína á
starfsárinu, ásamt áætlunum um verkefni og fjárþörf nefndarinnar fyrir næsta starfsár.