Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Side 99
Lög og reglur VFI 97
Almennir félagsfundir
29. gr.
Félagsfundir skulu haldnir, þegar stjórn félagsins sér tilefni til. Framkvæmdastjórn
ákveður fundarefni og fundartíma. Stefnt skal að þvi, að félagsfundir séu 4-6 á ári hverju,
venjulega á tímabilinu 15. sept. til 15. maí. Fundarefni skulu valin í samræmi við markmið
félagsins og áhugamál félagsmanna.
Framkvæmdastjóm getur boðið gestum á félagsfundi.
Hver félagsmaður getur með leyfi formanns eða framkvæmdastjóra boðið gestum á félags-
fundi. Framkvæmdastjórn getur og ákveðið, að einstakir fundir séu opnir almenningi og
auglýst þá samkvæmt því.
Félagsmaður, sem flytur erindi eða skýrslu á fundi í VFÍ, skal láta í té ritaðan útdrátt af
því, sem hann flytur, ef þess er óskað.
Umræður á fundum skulu skráðar af fundamitara í fundargerðarbók. Framkvæmdastjóm
getur með samþykki höfunda eða frummælenda látið birta í Tímariti VFI eða á annan hátt
erindi og skýrslur, sem fluttar eru á fundum, eða útdrátt úr þeim og útdrátt úr umræðum.
An samþykkis framkvæmdastjómar má engar skýrslur birta um það, sem fram hefur farið
á fundi.
Allsherjaratkvæðagrciðsla
30. gr.
Aðalstjórn félagsins getur látið fara fram allsherjaratkvæðagreiðslu, þegar henni þykir
ástæða til eða 50 félagar óska þess skriflega.
Með allsherjaratkvæðagreiðslu má taka ákvörðun um öll þau mál, sem aðalfundir einir
geta annars tekið ákvörðun um.
Til samþykktar tillögu við slíka atkvæðagreiðslu þarf meira en 1/2 greiddra atkvæða.
Allsherjaratkvæðagreiðsla fer fram skriflega, og skal senda öllum félagsmönnum kjörgögn
og þær tillögur, er greiða skal atkvæði um, og tilkynna skilafrest á atkvæðaseðlum.
Frestur þessi skal ekki vera skemmri en 3 vikur.
Atkvæðaseðlar skulu sendir í pósthólf félagsins, og skal pósthólfsnúmerið fylgja kjör-
gögnum. Þegar skilafrestur er útrunnin, skal framkvæmdastjórnin telja atkvæðin.
Framkvæmdastjórn félagsins skal birta úrslit allsherjaratkvæðagreiðslu í Tímariti VFÍ eða
senda öllum félagsmönnum skrillega tilkynningu um úrslitin.
Félagsgjöld
31. gr.
Argjald félagsmanna er sundurliðað í þessa liði:
1. Almennt félagsgjald VFÍ.
2. Gjöld til fastanefnda VFÍ.
Aðalfundur VFÍ ákveður almennt félagsgjald og gjöld til fastanefnda að fengnum tillögum
framkvæmdastjórnar.
Framkvæmdastjórn skal ráðstafa almenna félagsgjaldinu til reksturs félagsins, en fasta-
nefndir skulu ráðstafa gjöldum til fastanefnda til verkefna sinna.
Gjalddagi gjalda er 1. apríl ár hvert. Greiði félagsmenn gjöld sín síðar, er framkvæmda-
stjóm heimilt að láta þá bera innheimtukostnað og dráttarvexti. Skuldi félagsmaður árgjöld
tveggja ára, skal framkvæmdastjóm fella nafn hans af félagaskrá að undangenginni skriflegri
viðvörun. Félagsmaður öðlast félagsréttindi sín á ný, þegar árgjaldaskuldin er að fullu greidd.