Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Page 100
98 Árbók VFÍ/TFÍ 1994/95
32. gr.
Félagsmenn búsettir utan Reykjavíkur og nágrennis skulu greiða tvo þriðju hluta af fullu
félagsgjaldi.
Félagar búsettir erlendis skulu greiða 45% af fullu félagsgjaldi.
Ungfélagar og félagar sem eru í fullu námi skulu greiða 1/10 hluta af fullu félagsgjaldi.
Nýr félagsmaður er lokið hefur prófí á inntökuárinu skal greiða félagsgjald sem hér segir:
A inntökuárinu 1/10 hluta af fullu félagsgjaldi
Næsta ár eftir inngöngu helming af fullu félagsgjaldi
Síðan fullt félagsgjald
Heiðursfélagar greiði ekki félagsgjald.
Félagsmenn eldri en 70 ára greiði 1/10 hluta af fullu félagsgjaldi.
Félagsmenn eldri en 65 ára sem hætt hafa störfúm greiði 1/10 hluta af fullu félagsgjaldi.
Hjón sem bæði eru félagsmenn greiði hvort þrjá tjórðu hluta af fullu félagsgjaldi.
33. gr.
Framkvæmdastjóm félagsins getur lækkað eða fellt niður félagsgjald yfirstandandi árs hjá
félagsmanni ef sérstakar ástæður þykja mæla með því, t.d. ef tekjur félagsmannsins hafa
lækkað verulega vegna sjúkleika, atvinnuleysis eða af öðrum ástæðum.
Skrifstofa VFÍ
34. gr.
Félagið rekur skrifstofu til þjónustu við lélagsmenn.
Rekstur skrifstofunnar skal tjármagnaður með hluta af almennum félagsgöldum annars
vegar og hins vegar með þjónustu við fastanefndir félagsins, deildir og hagsmunafélög.
Fyrir lok hvers starfsárs skal framkvæmdastjóri afhenda framkvæmdastjórn áætlanir um
verkefni og fjárþörf skrifstofunnar fyrir næsta starfsár.
Rcikningar og cndurskoöun
35. gr.
Reikningsár félagsins er almanaksárið.
Aðalstjórn setur á hverjum tíma reglur um bókhald. Reikningar félagsins skulu vera
endurskoðaðir af tveimur endurskoðendum, og skal annar þeirra vera löggiltur. Skulu þeir
birtir á aðalfundi.
36. gr.
Allir sjóðir félagsins, að undanskildum sjóðum deilda, sem hafa sjálfstæðan fjárhag, skulu
vera í vörslu framkvæmdasjórnar, og skal hún sjá um, að þeir séu ávaxtaðir á tryggan hátt.
Um sérstaka sjóði félagsins skulu samdar reglur, og skulu þær samþykktar á aðalfundi og
fjallað um þær eins og lög félagsins.
Gerðardómur
37. gr.
Félagið tekur að sér að skipa gerðardóm til þess að fella fullnaðarúrskurð um ágreining í
tæknilegum málum.
Reglur um skipun og störf slíks gerðardóms skulu hljóta sömu málsmeðferð og lög félagsins.