Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Side 102
100 Árbók VFÍ/TFÍ 1994/95
í tillögunni skal taka fram, hvort hætta skuli umræðum strax, eða þegar þeir hafa talað,
sem á mælendaskrá eru. Tillagan skal vera skrifleg.
Atkvæðagreiðsla fer fram þannig, að þeir, sem greiða atkvæði, rétta upp hönd, nema þegar
skrifleg atkvæðagreiðsla er fyrirskipuð í lögum félagsins eða fímm fundarmenn kreijast hennar.
Afl atkvæða ræður úrslitum, nema annað sé ákveðið í lögum félagsins.
Tillögur í sama máli skal bera undir atkvæði í sömu röð og þær koma fram. Þó skal, ef
tillögur ganga mislangt, bera þá tillögu upp fyrst, sem lengst gengur. Breytingatillögu skal
bera upp á undan aðaltillögu. Tillögu, sem felld hefur verið, má ekki bera upp aftur á sama
fundi.
Sá, sem flest atkvæði fær við nefndarkosningu, fyrstur er tilnefndur, ef atkvæði eru jöfn
eða nefnd sjálfkjörin, og fyrstur talinn, þegar nefnd er skipuð, skal kalla nefndina saman á
fyrsta fund og stjórna starfsskiptingu í nefndinni.
Það skal vera regla að leiða ekki mikilsvarðandi mál til lykta á þeim fundi, sem þau eru
borin fram á, nema þeirra hafi verið getið í fundarboðinu og með svo löngum fyrirvara, að
félagsmenn hafi haft tíma til að kynna sér þau.
Þó má afgreiða slík mál á einum fundi, ef 2/3 fundarmanna samþykkja það, enda standi
svo á, að afgreiðsla málsins þoli enga bið.
Seinustu breytingar á félagslögum voru gerðar á aðalfundi VFl
þann 15. mars 1995 þ.e. 14. grein, 15. grein, 16. grein oggrein 22. A (nýgrein).
3 Siðareglur Verkfræðingafélags íslands
(Samþykktar 29. mars 1955 með breytingum á aðalfundi VFÍ 24. mars 1993.)
Verkfræðingar skulu kosta kapps um að tæknilegar lausnir hæfí einstökum verkefnum og séu
einstaklingum og almenningi til heilla. Verkfræðingar skulu í starfi fylgja bestu faglegu vinnu-
brögðum, virða rétt annarra og sýna umhverfmu fyllstu virðingu.
I. Um viðskiptavini.
Viðskiptavinur er bæði sá (verkkaupi eða vinnuveitandi), sem felur verkfræðingi verk, og sá
sem nýtur hinnar tæknilegu lausnar.
1. grein. Verkfræðingar skulu í störfum sínum leggja sig fram um að gæta hagsmuna
viðskiptavina sinna. Þeim ber að vinna störf sín án tillits til persónulegra skoðana,
stjómmála, þjóðernis, trúarbragða, kynþátta, eða hagsmuna er ekki snerta beint verkefnið
sjálft.
2. grein. Verkfræðingi ber að sýna sanngirni og réttsýni í hvívetna. Hann virðir lög stéttar
sinnar og samfélags.
3. grein. Verkfræðingi er skylt að gera viðskiptavini sínum kunnugt um íjárhagslega
hagsmuni, frændsemi, ráðgjöf, samstarf, eða viðskiptaleg samskipti sem gætu gert starf
hans í þágu viðskiptavinarins tortryggilegt.
4. grein. Verkfræðingi sem tekur að sér verk fyrir verkkaupa er óheimilt að taka við þókn-
un eða fríðindum frá þriðja aðila í sambandi við verkið, nema samþykki verkkaupa komi
til.
5. grein. Verkfræðingi ber að afla sér nákvæmrar skilgreiningar á því verkefni sem honum