Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Page 146
21
Skýrsla formanns
og framkvæmdastjórnar TFÍ
um starfsemi félagsins starfsárið 1994/1995
1 Inngangur
Síðastliðið starfsár er fyrsta heila starfsárið sem TFÍ rekur sameiginlega skrifstofu með
Verkfræðingafélagi íslands. Hefur sá samrekstur tekist í alla staði mjög vel.
Þessi samrekstur hefur einnig óbeint leitt til aukinnar
samvinnu TFÍ og VFÍ t.d. við ráðstefnuhald og stefnumörk-
un í menntunarmálum.
Starfsárið hefur verið mjög líflegt þar sem stjórn félagsins
hefur glímt við mörg mál. Þar ber hæst menntunarmál, rétt-
indamál, húsnæðismál, aukið samstarf við systurfélög á Norð-
urlöndum, ráðstefnur og skoðunarferðir.
Það eru mörg viðamikil verkefni sem bíða komandi stjórnar
meðal annars að vinna að auknu samstarfi TFI og VFÍ, mennt-
unarmál, íjölgun félaga í TFI og meiri tengsl við þá.
. Hér á eftir verða rakin helstu viðfangsefni stjórnar TFÍ
starfsárið 1994-1995.
2 Stjórn TFÍ
Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar þann 23. mars 1994 var ákveðin eftirtalin verkaskipting:
Gunnar Sæmundsson formaður kosinn á aðalfundi árið 1993.
Páll Á. Jónsson, varaformaður Gunnar Þór Gunnarsson, gjaldkeri
Guðmundur Hjálmarsson, ritari Jóhannes Benediktsson meðstjórnandi
Varastjórn:
Sigurður Sigurðarson Bjöm Ingi Sverrisson, meðstjómandi
Það er skilyrði til að geta verið í Kjarafélagi Tæknifræðinga og Stéttarfélagi Tækni-
fræðinga að vera jafnframt í Tæknifræðingafélagi íslands. Þetta kemur skýrt fram í lögum
viðkomandi félaga.
Vegna þessa hefur skapast hefð fyrir því að fulltrúar úr stjórnum Kjara- og Stéttarfélags
séu jafnframt í stjóm TFI. I núverandi stjórn eru þessir fulltrúar: Jóhannes Benediktsson
(Formaður KT) og Gunnar Þór Gunnarsson ( ST).
I upphafi starfsárs baðst Guðmundur Hjálmarsson, ritari stjómar undan stjórnarsetu. Frá
þeim tíma tók Bjöm Ingi og síðar Jóhannes Benediktsson við fundarritun.
Á starfsárinu voru haldnir 25 fundir og tekin fyrir 248 mál.