Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Page 155
Skýrsla formanns TFÍ 153
tekið opnum örmum og menn voru tilbúnir til að liðsinna okkur á allan hátt. Margt fróðlegt
kom fram á þessum fundi og var gerð grein fyrir því helsta í VT fréttum.
Það er engin spuming að TFI hefur mikla þörf fyrir þetta samstarf. Það er t.d. ljóst að félag-
ar í TFÍ geta orðið aukafélagar „gæstemedlem“ í tæknifræðingafélögum hinna Norðurland-
anna og haft þannig aðgang að nánast öllu sem þessi stóru systurfélög okkar bjóða upp á.
Það sem er nærtækt að nefna í þessu sambandi er aðgangur okkar að öllum þeim
námskeiðum sem þessi félög bjóða félagsmönnum sínum og fyrirhugað er að kynna nánar
fyrir félagsmönnum TFI.
Það kom beiðni frá hinum Norðurlöndunum um að halda næsta fund á Islandi. Eftir
nokkra umhugsun ákváðum við að verða við þessari beiðni en skýrðum jafnframt frá því að
TFÍ væri ekki ríkt félag og þess vegna yrði hvert félag að borga fyrir sig.
Samnorænn framkvæmdastjórafundur var haldinn í Reykjavík 27. janúar 1995 og á hann
mættu fulltrúar frá Danmörku (IDA) 2 fulltrúar, Finnlandi (IL og DIFF) 3 fulltrúar, Noregi
(NITO) 3 fulltrúar og Svíþjóð einn fulltrúi. Formaður TFÍ var fundarstjóri fundarins en
framkvæmdastjóri annaðist allan undirbúning.
Fyrir fundinum lágu 15 mál af margvíslegum toga t.d. um málefni FEANI sem á í
fjárhagserfiðleikum, menntunarmál, atvinnumál sem eru sérstaklega erfið í Finnlandi þar sem
um átta þúsund tæknifræðingar eru atvinnulausir eða um 20% af tæknifræðingum þar í landi.
Markmið þessa funda er ekki síst að undirbúa fund formanna sem haldnir eru snemma
sumars ár hvert. Það er óhætt að segja að þessi fundur hafi tekist í alla staði mjög vel.
Samnorræni fundurinn á íslandi verður haldinn 12.-14. júní 1995. Undirbúningur þessa
fundar er vel á veg kominn. Eg hef heitið því að hjálpa framkvæmdastjóra og nýrri stjóm TFI
með undirbúning og þátttöku á fundinum.
6 Útgáfumál
TFÍ hefur ásamt VFÍ tekið þátt í útgáfu tímaritsins Arkitektúr, verktækni og skipulag (AVS).
Þátttaka þessi hefur staðið yfir í tvö ár og var gerður samningur við Gest Olafsson arkitekt en
hann var búinn að gefa út tímaritið Arkitekúr og skipulag í nokkur ár. Áður höfðu TFI og
VFI gefið út tímaritið Verktækni í mörg ár og í nokkur ár í samvinnu við Fróða h/f.
Skiptar skoðanir hafa verið um þátttöku TFI og VFI í útgáfu AVS og síðastliðið sumar
stóðu útgáfustjórnir TFI og VFI fyrir skoðanakönnun um áhuga félagsmanna fyrir því að fá
áfram þetta blað. Niðurstaða skoðanakönnunarinnar sýndi að lítill sem enginn áhugi var fyrir
blaðinu. í framhaldi af þessari skoðanakönnun ákváðu stjómir TFI og VFI að segja blaðinu
upp í samræmi við ákvæði þar um í fyrrgreindum samningi.
Fyrir rúmu ári síðan var fréttabréf TFÍ og VFI saineinað. Sameiginlegt féttabréf er VT-
fréttir og kemur það út hálfsmánaðarlega. Óhætt er að fullyrða að vel hafi tekist til og
hugmyndir eru uppi frá sameiginlegri útgáfustjóm að efla VT-fréttir enn frekar og gefa út t.d.
tvö vegleg fréttabréf á ári þar sem ákveðin málefni verða tekin fyrir.
Stjórn TFÍ hefur einnig átt í viðræðum við VFÍ, SV og FRV um útgáfu á stærra og öflugra
fréttabréfi. Þessar viðræður eru á byrjunarstigi og ekki ósennilegt að þessir aðilar komi að
VT-fréttum eins og þær eru í dag.
7 Nefnd um hönnunarmál
Á stjómarfundi TFI þann 27. apríl 1994 skipaði stjórn TFI sérstaka hönnunarnefnd til að taka
meðal annars á réttindamálum sem tengjast hönnun raflagna við byggingar, útboð á hönnun og
ýmis hagsmunamál sem tengd eru þeim sem starfa við hönnun.