Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Síða 156
154 ÁrbókVFÍ/TFÍ 1994/95
Eftirtaldir aðilar eru í nefndinni.:
Hannes Siggason, rafmagnstæknifræðingur, formaður
Olafur Olafsson, byggingartæknifræðingur
Reynir Valbergsson, véltæknifræðingur
Sigurður Strange, rafmagnstæknifræðingur
Ofeigur Sigurðsson, rafmagnstæknifræðingur
Nefndin starfaði af miklum krafti og voru meðal annars send bréf til aðila sem stóðu í
framkvæmdum og vitað var að ekki höfðu notað þjónustu tæknifræðinga og/eða verkfræð-
inga við hönnun raflagna.
Nefndin ritaði einnig bréf til Vegamálastjóra og Borgarverkfræðings og að gefnu tilefni
var farið fram á það að hönnun raflagna færi fram á hinum almenna markaði.
Að öðru leyti er vísað í skýrslu nefndarinnar.
8 Skoðunarferðir
8.1 Frystitogarinn Þerney
A vormánuðum var farið að skoða frystitogarann Þemey sem er í eigu Granda h/f. Þátttaka í
þessari skoðunarferð var mjög góð. Það er óhætt að fullyrða að frystitogarar hafi valdið
straumhvörfum í íslenskum sjávarútvegi. Þerney er gott dæmi um það hversu tæknivædd
þessi skip eru orðin, þar sem sjálfvirkni er í fyrirrúmi.
8.2 Vatnsveita Reykjavíkur
í byrjun vetrar var Vatnsveita Reykjavíkur heimsótt. Þátttaka var rnjög góð. Vatnsveita
Reykjavíkur er eitt af þessum fyrirtækjum sem borgarbúar geta verið stoltir af að eiga. Það
má fullyrða að Reykjavík sé örugglega eina höfuðborgin í heimi sem getur tekið vatnið upp
úr jörðinni og dreift því án nokkurrar hreinsunar til borgarbúa. Einnig er það aðdáunarvert
hversu sterk ijárhagsstaða Vatnsveitunnar er, en gert er ráð fyrir því að fyrirtækið verði
skuldlaust á þessu ári.
8.3 Síldarkvöld
Mörg undanfarin ár hefur TFI staðið fyrir Síldarkvöldi. Því hefur verið haldið fram að
Síldarkvöldið komi í stað árshátíðar. Að einhverju leyti er þetta rétt en það vantar að sjálf-
sögðu makana. Síldarkvöld félagsins var haldið 11. nóvember sl. Þátttaka var góð og mættu
um 80 manns.
Nokkur vandræðagangur var með ræðumann kvöldsins. I upphafi var leitað til borg-
arstjóra, frú Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Aðeins tveim vikum fyrir síldarkvöld afboðaði
hún komu sína vegna fyrirhugaðs kvennaþings sama dag.
Framkvæmdastjóri félagsins brást skjótt við og fékk vilyrði fyrir því að hæstvirtur iðn-
aðar-, viðskipta-, og heilbrigðisráðherra, herra Sighvatur Björgvinsson myndi koma. Af þessu
gat ekki orðið vegna þess að Guðmundur Ámi sagði af sér þennan sama dag. I stað ráðherra
kom aðstoðarmaður hans dr. Sigfús Jónsson. Sigfús stóð sig mjög vel sérstaklega þegar það
er haft í huga að hann hafði nánast engan tíma til að undirbúa sig.
Hin landskunni leikari með meiru, Flosi Olafsson kom fram og fékk alla til þess að grenja
af hlátri.
9 Ráðstefnur og fundir
9.1 Samráðsfundur TFÍ og VFÍ
Samráðsfundur TFÍ og VFÍ var haldinn 2. des. 1994. Að þessu sinni var fundurinn í boði TFÍ.