Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Page 157
Skýrsla formartns TFÍ 155
Mynd 11 Samráðsfurtdur TFI og VFI þann 2. desember 1994. Fundurinn var í boði TFI. A myndinni
talió frá vinstri eru: Guðmundur Hjálmarsson, Magnús Már Valdimarsson, Svana Helen Björnsdóttir,
Valur Gudmundsson, Þórhallur Hjartarson, Páll A. Jónsson, Eiríkur Þorbjörnsson, Guðmundur G.
Þórarinsson, Arnbjörg Edda Guðbjörnsdóttir, Gunnar Sœmundsson, Halldór Ingólfsson, Asgrímur
Skarphéðinsson, Helgi Baldvinsson, Sigurður Grímsson, Björn Ingi Sverrisson, Jónas Bjarnason, Páll
A. Pálsson, Sveinn Ingi Olafsson, Dr. Guðleifur M. Kristmundsson og Haraldur Sigursteinssson.
(Ljósm.: Arnbjörg Edda Guðbjörnsdóttir).
Eins og flestir félagsmenn í TFI vita þá eru þessir fundir haldnir a.m.k. einu sinni á ári. A
þessa fundi eru boðaðir stjórnarmenn félaganna ásamt fjölmörgum félagsmönnum sem vinna
margvísleg trúnaðarstörf fyrir félagið t.d mættu fyrir hönd TFI auk stjómarmanna TFI, full-
trúar úr endurmenntunamefnd, menntunamefnd, FEANI, ritnefnd og fulltrúi frá Lífeyrissjóði
TFÍ.
Helstu mál á fundinum að þessu sinni voru samstarf og samrekstur félaganna, útgáfu-
mál, menntunarmál, sameiginlegir fundir og ráðstefnur.
Að öðru leyti er vísað í fundargerð samráðsfundar sem fylgir með þessari skýrslu.
9.2 Hádegisfundur, Ásgrímur Skarphéöinsson
Asgrímur Skarphéðinsson rafmagnstæknifræðingur og fyrrum framkvæmdastjóri Tölvusam-
skipta flutti erindi á hádegisfundi, þann 10. október 1995.
Erindið tjallaði um möguleika tæknifræðinga til þess að hasla sér völl á hugbúnaðar-
sviðinu. Fyrirlestur Ásgríms var mjög fróðlegur og án efa á þessi atvinnugrein framtíð fyrir
sér.
9.3 Ráðstefna um arðsemi vegaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu
VFI og TFÍ stóðu fyrir ráðstefnu um arðsemi vegaframkvæmda á höðuðborgarsvæðinu 5.
maí 1995. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um nauðsyn úrbóta í gatnagerð Reykjavíkur.