Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Blaðsíða 162
160 ÁrbókVFÍ/TFÍ 1994/95
Menntunarnefnd ásamt framkvæmdastjóra hefur unnið að endurgerð fyrrgreinds sam-
komulags við Iðnaðarráðuneytið og er þessi vinna á lokastigi. Drög að samkomulagi fylgja
þessari skýrslu.
Framkvæmdastjóri félagsins hefur haft veg og vanda að því að endurgera umsóknar-
eyðublöð þar sem mun fleiri upplýsingar koma fram um viðkomandi tæknifræðing.
Mikið hefur verið rætt um menntun tæknifræðinga og hafa fulltrúar í Menntunarnefnd
leitað upplýsingar víða. Með þessari skýrslu fylgir stutt greinargerð um hvernig málum háttar
til í Þýskalandi.
í skýrslu stjómar er farið yfir mörg mál sem tengjast menntunarmálum tæknifræðinga svo
sem menntastefnu TFI, sameiginleg menntastefna TFI og VFI, drög að skýrslu um
Tækniskóla íslands, fundir með rektor TÍ og menntamálráðherra og fleira. Er vísað í þá skýrslu
til að forðast endurtekningar.
Gunnar Sœmundsson formaður menntunarnefndar TFI
14.2 Endurmenntunarnefnd TFÍ
Endurmenntunamefnd TFI skipa um þessar mundir:
Sigurður Grímsson formaður Oddur Hjaltason,
Bjami Thoroddsen, Nicolai Jónasson,
Stefán Ragnarsson, Jóhann Már Hektorsson,
Gunnar Þór Gunnarsson
14.2.1 Skýrsla fyrir starfsárið 1994 - 1995
Hlutverk endurmenntunamefndar TFI er, eins og stendur í 33. grein laga Tæknifræðinga-
félags íslands, að vinna að endurmenntun tæknifræðinga. Frá upphafi hefur nefndin verið í
fararbroddi um þessi mál og er þess skemmst að minnast að TFI var einn af stofnaðilum
Endurmenntunarstofnunar Háskóla íslands (EMHÍ).
Tími nefndarmanna hefur undanfarin ár farið í að vinna að námskeiðagerð. Við höfum
frumkvæði að námskeiðum og vinnum síðan með starfsmönnum EMHI að því að koma
þeim á koppinn.
Framgangur EMHÍ hefur verið mikill undanfarin ár. í svokölluðu rekstrarnámi hefur mesti
framgangurinn orðið og skilar það nú stofnuninni hvað mestum hagnaði auk námskeiða uin
okkar ágætu íslendingasögur. Að sama skapi finnst mönnum framboð tækninámskeiða orðið
heldur bágborið.
Háværar raddir heyrast nú frá tæknimönnum, bæði tækni- og verkfræðingum um að
úrbóta sé þörf um endur- og símenntun tæknimanna. TFI og VFI hafa af því tilefni skipað
samráðsnefnd til að vinna að tillögugerð um þessi mál. Nefndina skipa auk undirritaðs þeir
Nicolai Jónasson TFI, Guðleifur M. Kristmundsson VFI sem jafnframt er formaður og
Guðmundur G. Þórarinsson VFI.
Endurmenntun og símenntun er mikið í brennidepli um þessar mundir. Nýir möguleikar
eru að opnast og leika þar fjarskiptin veigamikið hlutverk. Sjónvarpsfundir milli landa eru
orðnir staðreynd og er það fyllilega raunhæft að fá námskeið yfir gervihnött eða ljósleiðara
frá öðrum löndum. Ymsar erlendar endurmenntunarstofnanir bjóða upp á vídeospólur með
námskeiðum. Sú hugmynd hefur mikið verið rædd innan TFI/VFI að koma upp aðstöðu hjá
félögunum til að halda slík vídeónámskeið.
Eins og kunnugt er á fulltrúi TFÍ sæti í skólastjórn Tækniskóla íslands. Við í endurmennt-
unamefndinni teljum að TFÍ þurfi að hafa meiri áhrif á starfsemi Tækniskólans svo sem náms-