Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Síða 163
Skýrsla formanns TFI 161
efni. Standa þarf vörð um Tækniskólann og sérkenni hans nú þegar til umræðu er sameining
við aðra skóla.
Sigurður Grímsson formaður endurmenntunarnefndar TFI
14.3 Ritnefnd TFÍ
Ritnefnd TFÍ var skipuð sem hér segir á kjörtímabilinu:
Bjöm Ingi Sverrisson formaöur Hannes Siggason
Viktor A. Ingólfsson
14.3.1 Skýrsla fyrir starfsárið 1994 - 1995
Á starfsárinu 1994-1995 stóð TFÍ fyrir útgáfu á fréttabréfmu VT-Fréttir ásamt VFÍ og tók
einnig þátt í útgáfu AVS.
Útgáfa fréttabréfsins var með hefðbundnum hætti, ef hægt er að tala um hefð á ekki eldra
blaði. Fréttabréfið hefur þann tilgang að auglýsa uppákomur fyrir þennan markhóp sem félagar
VFÍ og TFÍ eru, miðla upplýsingum til þeirra og birta það sem þeir hafa fram að færa. Segja
má að markmið þetta hafi staðist nokkuð vel en tæknifræðingar mega þó vera ötulli við
skriftir.
Útgáfa AVS var einnig með svipuðum hætti og áður hefur verið. Þátttöku TFI í útgáfu
þess var hætt um síðastliðin áramót.
Eitt helsta verkefni ritnefndarinnar var að endurskoða útgáfumál TFI og VFI ásamt full-
trúum úr ritnefnd VFÍ. Sem millispil í þeirri endurskoðun var skoðanakönnun á meðal félags-
manna um hvort halda ætti þátttöku í útgáfu AVS áfram, og leiddi niðurstaðan til að þátttöku
var hætt. Nefndin lagði í framhaldi af því fram tillögur um sameiginleg útgáfumál félaganna.
Helstu atriði í þeim tillögum eru:
• VT-Fréttir verða gefnar út áfram en þær efldar. Ritstjóri verður fenginn til að stýra þeim,
sjá um efnistök o.fl. A.m.k. tvisvar á ári verða þær gefnar út með það að marki og með
því innihaldi að þeim verði einnig dreift til tjölmiðla og stjómmálamanna.
• TFÍ mun taka þátt í útgáfu Árbókar VFI. Árbókinni verður breytt þannig að hún kemur
út í tvennu lagi a.m.k. þar sem félagslegum atriðum er gerð skil í fyrri bókinni (vor)
ásamt innsendum tæknigreinum, en tækniannáll verði uppistaðan í seinni bókinni
(haust) ásamt innsendum tæknigreinum. I Árbókinni verður einnig rými fyrir ritrýndar
greinar.
Fyrir dyrum stendur útgáfa á Verkfræðingatali. TFÍ er að athuga, í samvinnu við arki-
tekta, hvort ekki megi í framhaldi af Verkfræðingatali gefa út sambærilegt rit fyrir þessi
félög, þannig að til verði einskonar ritröð. Charles Ó. Magnússon hefur haft þetta verkefni
með höndum f.h. TFÍ.
Að lokum vil ég þakka félögum TFI samstarfið á liðnu starfsári og vil um leið minna á að
öflugt félag verður ekki til nema að menn sýni sig, annað hvort í riti eða rænu. Stöndum
saman að öflugu félagi.
Björn Ingi Sverrisson, formaður ritnefndar TFI
14.4 Hönnunarnefnd TFÍ
l nefnd um hönnunarmál sátu eftirtaldir aðilar:
Hannes Siggason, rafmagnstæknifr., formaður Ólafur Ólafsson, byggingartæknifr.
Reynir Valbergsson, véltæknifræðingur. Sigurður Strange, rafmagnstæknifr.
Ófeigur Sigurðsson, rafmagnstæknifr.