Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Side 169
Félög tengd TFI 167
Eitt af meginverkefnum Kjarafélagsins er nánari samvinna við Tæknifræðingafélagið og
Stéttarfélög tækni- og verkfræðinga .
Félagsgjöld í félaginu eru 3.000 kr. á ári og þar af renna 1.600 kr. í Kjaradeilusjóð.
1.1 Vísinda og starfsmenntunarsjóður Kjarafélags Tæknifræðinga
Fulltrúar KT í stjórn sjóðsins eru :
Haraldur Sigursteinsson Vegagerð ríkisins
Páll Jónsson Póstur og sími
Úthlutað var á árinu 1994 til einstaklinga 20 styrkjum til endurmenntunar á ýmsum
sviðum, þar á meðal til fjárfestinga í tölvubúnaði. Hámarksstyrkur til endurmenntunar er
175.000 kr. á tveggja ári fresti. Hafi einstaklingur ekki hlotið styrk á þriggja ára tímabili
getur styrkveiting numið allt að 200.000 kr.
Styrkur til Ijárfestinga á tölvubúnaði til starfsmenntunar er 50% af kaupverði þó að há-
marki 100.000 kr.
Jóhannes Benediktsson, formaður Kjarafélags tœknifrceðinga
2 Stéttarfélag tæknifræðinga - ST
Stjórn félagsins er ( rétt fyrir aðalfund 1995) eftirtaldir:
Helgi Baldvinsson, formaður Kristinn Alexandersson, varaformaður
Stefán Þór Ragnarsson, gjaldkeri Ólafur Ástgeirsson, ritari
Gunnar Þór Gunnarsson, meðstjórnandi Ólafur Hermannsson, varamaður
Ólafur Wernersson, varamaður
Starfsemi ST hefur verið með hefðbundnum hætti síðastliðið starlsár. Haldnir hafa verið
stjórnarfundir u.þ.b. einu sinni í mánuði. Það sem helst hefur breyst frá fyrri árum er að
kornið hefur inn á borð stjórnarinnar beiðni um að aðstoða félagsmenn við að halda rétti
sínum.
Kjarasamningur er aðeins gerður við Félag Ráðgjafarverkfræðinga en aðeins hluti félaga í
ST starfa hjá FRV stofum. Við höfum lagt áherslu á að þeir sem starfa t.d. sem sölumenn eða
við iðnað, vitni í kjarasamning okkar við FRV i ráðningarsamningi, og að gerður sé skrilleg-
ur ráðningarsamningur. Atvinnuástand undanfarinna ára leiðir til þess að erfiðara er að sækja
réttindi sín.
Fyrirspurnir hafa borist til stjórnar, um hvort möguleiki sé á Qárhagslegri aðstoð við
málarekstur.
Eins og félagsgjöldin eru, er erfitt að verða við því. Þetta sýnir að félagsgjöld eru allt of
lág og félagið hefur ekki bolmagn til að aðstoða félagsmenn, eins og önnur og stærri félög
gera. T.d. er það þekkt að ef starfsmaður á inni laun þegar atvinnurekandi verður gjaldþrota,
kaupir stéttarfélagið launakröfuna af félagsmanninum og sér um að innheimta þær frá
fyrirtækinu. Þetta getum við ekki gert, það hefði þurft að vera til e.k. deilusjóður til þess ama.
Fyrir þá sem ekki vita, eru félagsgjöld í ST kr. 1.800 - á ári! Þetta kemur mörgum á óvart
þegar við höfum þurft að skýra bágan sjóð.
ST er nú í fyrsta sinn aðili að samningi helstu stéttarfélaga landsins við Samvinnuferðir-
Landsýn um orlofsferðir sumarið 1995.
Einnig gerðu sömu félög samning við ýmsar bílaleigur, hótel og fleiri aðila í ferðaþjónust-
unni um framlengingu á slagorðinu „ísland - sækjum það heirn - í vetur“. Fyrri hluti
slagorðsins hljómaði mikið sumarið 1994 og var hér um framhald þess að ræða. Við vonum
að félagsmenn hafi notfært sér og muni notafæra sér þessi tilboð.