Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Page 171
Félög tengd TFI 169
3.1 Ávöxtun
Raunávöxtun sjóðsins á síðastliðnu ári var 5,1% sem er veruleg lækkun frá síðasta ári og eru
helstu skýringar á því þessar:
1. Ávöxtun síðastliðins árs var mjög há, vegna niðurfærslu vaxta sem leiddu til hækkunar
á verðbréfasafni sjóðsins.
2. Vaxtastig á landinu hefur lækkað verulega frá undanfömum árum, um a.m.k. 2-3% stig.
3. Erlend verðbréf, og þá einna helst bréf sem bundin hafa verið í Bandaríkjadollurum, en
megnið af verðbréfasafni sjóðsins í erlendum bréfum var bundið í dollurum, gáfu
neikvœða ávöxtun upp á rúmar 17,3 milljónir.
Unnið er að því nú að verðbréfasafnið verði með meiri dreifingu þannig að sveifla í ein-
stökum gjaldmiðlum hafí ekki svona stór áhrif.
4. Þá var rekstrarkostnaður hærri 1994 en undanfarin ár.
Veruleg lækkun mun verða á rekstrarkostnaði á þessu ári (1995) og næstu árum.
Ástæður hás rekstrarkostnaðar 1994 eru þessar helstar:
a. Fasteign og rekstrarljármunir sjóðsins voru seldir á markaðsverði sem var mun lægra
en bókfært verð.
Stjómin taldi þeim fjármunum sem bundnir voru í eignunum í ávöxtun betur komið í
annarri ávöxtun. Af þessum sökum er tap af sölu eigna rúmar 6 milljónir.
b. Þá er annar rekstrarkostnaður nokkuð hár miðað við rúmlega hálfsárs rekstur.
Nokkur kostnaður var samhliða því að skipta um rekstraraðila og gera tvö uppgjör.
Starfsfólki vom greidd laun út uppsagnartímann en samtímis var greidd þóknun til
nýs rekstraraðila.
Sjóðurinn er í raun búinn að taka inn öll fyrirsjáanleg afföll vegna fasteigna, milli 10
og 11 millj. á síðustu tveimur árum og lækkaður rekstrarkostnaður okkar á næstu
árum mun gefa okkur góða viðspyrnu og á sjóðurinn að geta gefið háa ávöxtun á
næstu árum.
3.2 Önnur mál
Vcxtir sjóðfélagalána: Umræður hafa verið um vexti á sjóðfélagalánum sem sumum finnst
nokkuð háir, en miðað er við meðalskuldabréfavexti banka og annarra lánastofnana. Ekkert
hefur verið ákveðið og verður því efni væntanlega vísað til aðalfundar.
Reglugerðarbreytingar: Nokkrar umræður hafa verið um breytingar á reglugerð sjóðsins og
hafa breytingartillögur verið sendar með aðalfundarboði.
Tryggingar: Starfshópur hefur verið í gangi um tryggingarmál, þ.e. lífeyristryggingu.
Bergsteinn Gunnarsson formaður LTFÍ