Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Side 177
Lög TFI 175
Á fundum skal gefa skýrslur, halda fyrirlestra og hafa umræður um verkleg efni og önnur
áhugamál félagsmanna.
Félagi, sem flytur erindi eða skýrslu á fundi T.F.I., skal láta stjóminni í té ritaðan útdrátt úr
því, er hann flytur, ef stjórnin óskar þess.
Umræður á fundum skulu skráðar af fundarritara í fundargerðarbók.
Stjórn félagsins getur látið birta í Tímariti T.F.Í. erindi og skýrslur, sem fluttar eru á fund-
um og útdrátt úr umræðum.
Án samþykkis félagsstjórnar má engar skýrslur birta um það, sem fram hefur farið á fundi.
Aukafundi skal halda, þegar stjórnin telur þurfa, eða 30 félagsmenn kretjast þess skriflega.
Boði stjómin ekki slíkan fund innan viku frá því að henni hefur borist krafan, geta þeir, sem
fundar óska, sjálfir boðað til hans.
Formaður stýrir fundum. Þó skal formanni heimilt að tilnefna mann í sinn stað, ef hann
óskar þess.
Aðalfundur
13. gr.
Aðalfundur skal haldinn í marsmánuði ár hvert.
Dagskrá fundarins skal tilkynnt í fundarboði, svo og allar tillögur, sem þurfa samþykki
aðalfundar samkvæmt félagslögum. Síkar tillögur frá félagsmönnum skulu hafa borist
stjóminni fyrir 15. febrúar.
Á dagskrá aðalfundar skal vera:
1. Skýrsla um störf félagsins á liðnu starfsári.
2. Reikningsskil.
3. Fjárhagsáætlun og ákvörðun félagsgjalda.
4. Skýrslur fastanefnda.
5. Skýrslur deilda.
6. Skýrslur hagsmunafélaga.
7. Skýrsla lífeyrissjóðs T.F.Í.
8. Skýrslur fulltrúa T.F.I. í öðrum samtökum.
9. Kjör formanns.
10. Kjör meðstjórnenda og varamanna.
11. Kjör fastanefnda.
12. Kjör endurskoðenda.
13. Lagabreytingar.
14. Önnur mál.
Allar skýrslur sbr. liði 1-8, reikningsskil og ijárhagsáætlun skulu liggja frammi a.m.k. viku
fyrir aðalfund.
14. gr.
Aukaaðalfund skal kalla saman, þegar stjórninni þykir ástæða til eða þegar 30 félagar óska
þess skriflega.
15. gr.
Aðalfundir og aukaaðalfundir eru lögmætir, ef til þeirra er boðað bréflega með 10 daga
fyrirvara.
16. gr.
Afl atkvæða ræður úrslitum. Til breytinga á lögum félagsins þarf þó 2/3 atkvæða þeirra
félaga sem sækja fundinn.