Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Side 178
176 Árbók VFÍ/TFÍ 1994/95
17. gr.
Aðalfundi stýrir kjörinn fundarstjóri, hann tilnefnir ritara. Fundargerðina skal bóka og bera
upp til samþykktar í fundarlok. Þyki fundarstjóra efni til, getur hann frestað því til næsta
fundar.
Stjórn og framkvæmdastjóri
18. gr.
Stjóm félagsins er skipuð fimm aðalmönnum og tveim varamönnum. Stjórnina skal kjósa
skriflega til tveggja ára í senn, þannig að annað árið skal kjósa formann, tvo meðstjórnendur
og einn varamann enn hitt árið tvo meðstjórnendur og einn varamann.
19. gr.
Forfallist formaður á kjörtímabilinu, skal varaformaður taka sæti hans.
20. gr.
Varamenn skulu boðaðir á alla stjómarfundi og hafa þeir tillögurétt. Varamenn taka sæti
meðstjómenda við forfoll. Við forföll tekur sá varamaður sæti meðstjómenda er lengur hefur
setið í stjóm.
21. gr.
Stjórn félagsins ræður félaginu framkvæmdastjóra og ákveður laun hans og starfssvið.
Framkvæmdastjórinn skal að öllu jöfnu vera félagsmaður T.F.Í.
Fjármál
Félagsgjöld
22. gr.
Aðalfundur ákveður almennt félagsgjald, að fengnum tillögum stjómar. Gjalddagar félags-
gjalda eru tveir þ.e. 15. apríl og 15. sept. ár hvert. Heimilt er að greiða árgjald með jöfnum
afborgunum að höfðu samráði við framkvæmdastjóra. Lendi félagsmaður í vanskilum með
árgjald sitt er stjórninni heimilt að láta hann bera innheimtukostnað, auk vaxta. Skuldi félags-
maður árgjöld tveggja ára, getur stjómin fellt nafn hans af félagaskrá að undanfenginni skrif-
legri viðvörun. Félagsmaður öðlast rétt á ný, ef hann greiðir upp skuldir sínar við félagið.
23. gr.
Félagar búsettir erlendis greiða ekki ársgjöld. Heiðursfélagar greiða ekki ársgjöld.
24. gr.
Stjórn félagsins getur lækkað eða fellt niður félagsgjöld hjá einsökum félögum, ef henni
þykir sérstakar ástæður mæla með því, t.d., ef laun félaga hafa minnkað verulega, vegna
aldurs, sjúkleika eða af öðram orsökum. Félagar, sem látið hafa af störfum vegna aldurs, sjúk-
leika eða af öðrum orsökum, þurfa ekki að greiða félagsgjöld.
25. gr.
Rekstrarkostnaður félagsins er greiddur úr félagssjóði. Hafí deildir sjálfstæðan íjárhag,
rennur árgjald til deildar í sjóð hennar og skal hann standa straum af rekstrarskostnaði deild-
arinnar. Venjulegan kostnað af fundum deilda er heimilt að greiða úr félagssjóði eftir mati
stjómar. Félagssjóður ber fjárhagslega ábyrgð á útgáfu Tímarits T.F.I.