Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Page 179
Lög TFI 177
Rcikningar og endurskoðun
26. gr.
Reikningsár félagsins er almanaksárið. Stjórn setur á hverjum tíma reglur um bókhald.
Reikningar félagsins skulu vera endurskoðaðir af tveimur endurskoðendum. Reikningar skulu
liggja frammi minnst viku fyrir aðalfund og bornir fram til samþykktar á aðalfundi.
27. gr.
Allir sjóðir félagsins, að undanskildum sjóðum deilda, sem hafa sjálfstæðan ijárhag, skulu
vera í vörsiu stjómar, og skal hún sjá um að þeir séu ávaxtaðir á tryggan hátt. Um sérstaka
sjóði félagsins skulu samdar reglur, og skulu þær samþykktar á aðalfundi og fjallað um þær
eins og lög félagsins.
Dcildir og hagsmunafclög
28. gr.
Innan vébanda T.F.Í. geta starfað sérgreinadeildir, landshlutadeildir, klúbbdeildir og hags-
munafélög.
Sérgreinadeildir tjalla um málefni hinna ýmsu tæknifræðigreina. Landshlutadeildir eru
samtök félagsmanna búsettra í hinum ýmsu landshlutum (héruðum).
Klúbbdeildir starfa að ýmsum áhugamálum félagsmanna.
Hagsmunafélög gæta hagsmuna félagsmanna sinna.
Lög sérgreinadeilda, landshlutadeilda og klúbbdeilda og breytingar á þeim skulu hljóta
samþykki aðalfundar T.F.I. á sama hátt og lög T.F.I.
Hagsmunafélag, sem óskar að starfa innan vébanda T.F.I. skal senda um það umsókn til
stjórnar. Stjórn er skylt að leggja slíka umsókn fyrir aðalfund og geta hennar í fundarboði.
Til samþykktar á slíkri aðild þarf einfaldan meirihluta atkvæða á aðalfundi.
Deildir og hagsmunafélög mega ekki koma fram opinberlega í nafni T.F.I. nema með
samþykki stjómar.
Hagsmunafélög og deildir mega hafa sjálfstæðan fjárhag.
Lífeyrissjóður
29. gr.
Lífeyrissjóður T.F.Í. stofnaður á félagsfundi 4. maí 1965, starfar skv. sérstakri reglugerð.
Stjórn T.F.Í. skipar einn mann til setu í stjórn L.T.F.Í og einn til vara.
Fastanefndir
Ritncfnd Tímarits TFÍ
30. gr.
Ritnefnd Tímarits T.F.Í. skipa minnst 3 menn kjömir á aðalfundi. Einn nefndarmanna skal
vera ritstjóri og ábyrgðarmaður tímaritsins. Ritnefndin annast útgáfu tímaritsins.
Mcnntunarnefnd
31. gr.
Menntunarnefnd, skipa 4 menn, tveir kjörnir á aðalfundi og tveir til vara, en sá þriðji skal
vera úr stjórn, og varamaður hans einnig. Fjórði nefndarmaður sé fulltrúi félagsins í skóla-
nefnd Tækniskóla íslands og varamaður hans varaskólanefndarmaður.