Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Page 180
178 Árbók VFÍ/TFÍ 1994/95
Nefndin skal ijalla um allar umsóknir um aðild að félaginu yfirfara prófskírteini og kanna
stöðu þeirra tækniskóla, sem umsækjendur eru frá, sbr. 4. gr.
Nefndin skal halda gerðarbók.
Endurmenntunarnefnd
32. gr.
Endurmenntunarnefnd skal kjósa á aðalfundi. Nefndin skal skipuð minnst fimm mönnum
úr hinum ýmsu greinum tæknifræðinnar. Nefndin skal vinna að endurmenntun tæknifræð-
inga, ein sér eða í samráði við aðra aðila.
Aðild að samtökum
33. gr.
Félagið getur gerst aðili að öðrum samtökum. Tillaga um aðild skal hljóta sömu máls-
meðferð og lagabreytingar. Fulltrúar T.F.Í. í samtökum sem félagið er aðili að, skulu kosnir á
aðalfundi.
Allsherjaratkvæðagreiðsla
34. gr.
Stjóm félagsins getur látið fara fram allsherjaratkvæðagreiðslu. Þegar henni þykir ástæða
til eða ef 50 félagar óska þess skriflega.
Með allsherjaratkvæðagreiðslu má taka ákvörðun um öll þau mál, sem aðalfundir einir
geta annars tekið ákvörðun um. Til samþykktar tillögu við slíka atkvæðagreiðslu þarf 2/3
greiddra atkvæða, og minnst 10% félagsmanna taki þátt í atkvæðagreiðslunni.
Allsherjaratkvæðagreiðsla fer fram skriflega og skal senda öllum félagsmönnum kjörgögn
og þær tillögur, er greiða skal atkvæði um, og tilkynna skilafrest á atkvæðaseðlum.
Frestur þessi skal ekki vera skemmri en 3 vikur.
Atkvæðaseðlar skulu sendir í pósthólf félagsins, og skal pósthólfsnúmer fylgja kjör-
gögnum. Þegar skilafrestur er útrunnin, skal stjórnin telja atkvæðin.
Stjórn félagsins skal birta úrslit allsherjaratkvæðagreiðslu með því að senda öllum
félagsmönnum skriflega tilkynningu um úrslitin.
Gerðardómur
35. gr.
Félagið tekur að sér að skipa gerðardóm til þess að fella fullnaðarúrskurð um ágreining í
tæknilegum málum.
Reglur um skipun og störf slíks gerðardóms skulu hljóta sömu málsmeðferð og lög
félagsins.
Ursögn
36. gr.
Ursögn úr félaginu skal tilkynna stjórn félagsins skriflega með ijögurra mánaða fyrirvara.
Brottvikning
37. gr.
Brjóti félagsmaður lög eða aórar samþykktir félagsins, eða komi á annan hátt þannig fram,
að ekki samræmist markmiði félagsins eða heiðri stéttarinnar, getur stjórn félagsins veitt
honum áminningu eða lagt til að honum verði vikið út félaginu, enda hafi viðkomandi félags-
manni verið gefinn kostur á að leggja fram skriflega greinargerð máli sínu til vamar.