Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Page 204
3-1
Ýmsar skýrslur VFÍ / TFÍ
starfsárið 1994/1995
1 Menntamál
1.1 Tillögur um sameiginlega stefnu TFÍ og VFÍ í menntunarmálum
tæknifræðinga og verkfræðinga
1. Félögin viðurkenna að tæknifræðinám og verkfræðinám sé hvort tveggja af sama meiði.
Því er eðlilegt að flokka tæknifræðinám sem námsbraut í verkfræði.
2. Félögin beiti sér fyrir því að þær menntastofnanir hér á landi, sem veita prófgráður í
tæknifræði og verkfræði, skipuleggi námsbrautir sínar þannig að auðvelt sé fyrir nem-
endur að flytjast á milli menntastofnana.
3. Félögin beiti sér fyrir því að æðra tækninám á Islandi verði endurskipulagt og samræmt
þannig að námsbrautir, sem leiði til BS-gráðu eða MS-gráðu í verkfræði, verði í boði við
sömu menntastofnun til að auka hagræðingu og skilvirkni.
4. Félögin viðurkenna að samræmt nám í verkfræði geti veitt fólki rétt til að nota annað
hvort hinna lögvernduðu starfsheita tœknifrœðingur eða verkfræðingur. Það sé háð
námsbraut og prófgráðu hvort starfsheitið er notað.
5. Félögin komi sér saman um sameiginlegt starfsheiti fyrir tæknifræðinga og verkfræð-
inga. Sérstök viðskeyti verði notuð til að greina á milli prófgráða.
f.h. VFI: Guðleifur M. Kristmundsson, form. Jónas Guðlaugsson
f.h. TFÍ: Guðjón S. Aðalsteinsson Páll A. Jónsson
2 íslandsnefnd FEANI
2.1 Þátttaka í 7. aðalfundi FEANI á Möltu, 29. - 30. september 1994
Aðalfundur FEANI (General Council), var haldinn í Sliema, Möltu, 29. september s.l.
Formaður íslandsnefndar FEANI sótti fundinn fyrir hönd TFI og VFÍ.
2.2 Skýrsla forseta FEANI
Forseti FEANI, José Medem Sanjuan, rakti störf samtakanna s.l ár. Hann skýrði frá því að
Evrópuráðið hefði tekið formlega og jákvæða afstöðu til frumkvæðis FEANI varðandi EUR-
ING titilinn. Þrátt fyrir það eru margir aðilar enn efins um gildi titilsins og hafa samtökin gert
varfærnislegri áætlanir en áður um fjölda umsókna á næstu fimm árum. Upphaflega var áætl-
að að 3.000 umsóknir yrðu afgreiddar árlega en nú er gert ráð fyrir 2.000 nýjum EUR-
INGum á ári. FEANI bindur vonir við gott samstarf við Evrópuráðið á ýmsum sviðum, m.a.
við útfærslu á s.k. mannauðsáætlun (Task Force for Human Resources).