Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Síða 205
Ýmsar skýrslur VFÍ/TFÍ 203
Á árinu var í fyrsta sinn gefín út árbók evrópskra verkfræðinga, „European Engineers
Yearbook 1994“ og einnig fyrsta tölublað nýs tímarits, „Engineering Development Inter-
national“.
Endurmenntunaráætlun FEANl, „Aquaforce“, er enn á dagskrá en framkvæmd gengur
hægt vegna fjárskorts.
Fram hefur komið á þessu ári að tjárhagsstaða FEANI er mjög bágborin. Samtökin leituðu
stuðnings hjá aðildarlöndunum og óskuðu eftir vinsamlegu láni (a friendly loan). Undirtektir
hafa verið allgóðar en langt er þó í land að séð verði fyrir endann á þessu vandamáli.
Forgangsverkefni FEANI á næstunni eru:
a) að afla EUR-ING titlinum meira fylgis
b) að ráða bót á fjárhagsvandanum
c) inntaka nýrra aðildarlanda.
Nú eru 22 þjóðir aðilar að FEANI með 59 aðildarfélög. Þessi félög eru fulltrúar fyrir um
eina og hálfa milljón tæknifræðinga og verkfræðinga. Af þeim eru 18.000 EUR-INGar. Á
þessu ári hafa 1.500 nýir bæst við, sem eru 1.000 færri en árið á undan.
2.3 Skýrsla CPD Commission
í skýrslu formanns CPD Commission (Continous Professional Developnrent) kom fram að 16
af 22 aðildarlöndum FEANI eiga fulltrúa í ráðinu, en þar af eru aðeins 7 þjóðir virkar. CPD
vinnur að framgangi Aquaforce endurmenntunaráætlunarinnar og hefur kynnt hana fyrir EAC
(European Accreditation Council).
Óskað var eftir kröftugri stuðningi aðila, ekki síst íjárhagsstuðningi. Fram kom að
Þjóðverjar eru ósáttir við Aquaforce, telja að samþætt vottun endurmenntunar sé óþörf og
hætta sé á skriffínnsku. Minnt var á ISO 9000 gæðastaðlana, rn.t.t. menntunar. Hollendingar
telja sig þurfa að greiða úr endurmenntunarmálum heima fyrir áður en þeir geta stutt endur-
menntun á vettvangi FEANI.
2.4 BEST
Tveir verkfræðinemar frá Ítalíu kynntu samtökin BEST (Board of European Students of
Technology). Þetta eru samtök nema i tæknifræði og verkfræði, sem stofnuð voru 1988 og
eru með aðsetur á Italíu. Samtökin þinga tvisvar á ári til skiptis í Norður- og Suður-Evrópu.
Einnig er nemum á svæðinu boðin þátttaka í sumarnámskeiðum á vegum BEST. Samtökin
vilja leggja meiri áherslu á mannlegu þættina í verkfræðinámi. Einnig vilja þau stuðla að
vaxandi samvinnu innan s.k. verkfræðiþríhyrnings, þ.e. milli FEANI, SEFI (samtök evróp-
skra verkfræðiskóla) og BEST.
Motto: Togetherness and Working Together (samvera, samvinna).
2.5 Aðildargjöld
Rætt var um fimm ára áætlun samtakanna. I henni er gert ráð fyrir stighækkandi aðildargjöld-
urn árlega. Lögð var áhersla á að fá fram sjónarmið allra aðila á fundinum. Fulltrúi Islands
tók afstöðu gegn hækkun aðildargjaldanna, taldi að mun betur þyrfti að skoða hvaða mögu-
leikar séu á auknu aðhaldi í rekstri samtakanna.
Eftir umræður um rnálið var gengið til atkvæðagreiðslu. Samþykkt var með 15 atkvæðum
að hækka aðildargjaldið fyrir 1995 urn 15%. Einnig að hækka gjald fyrir EUR-ING titilinn