Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Page 206
204 Árbók VFÍ/TFÍ 1994/95
um 110 FFR úr 440 í 550. Efasemdir voru á lofti um að það yrði til að ijölga umsóknum um
titilinn.
2.6 Framkvæmdastjóraskipti
Framkvæmdastjóri FEANl, Marcel Guérin, sem gegnt hefur starfinu s.l. 10 ár, var kvaddur á
fundinum, en hann mun láta af störfum fyrir aldurs sakir 1. nóv. n.k. Við framkvæmda-
stjórastarfmu tekur Mr. P. E. de Boigne.
2.7 Fundur ritara landsnefnda FEANI (General Secretaries’ Meeting)
Þessi fundur var haldinn 30. september, daginn eftir aðalfund FEANI. Umræðuefni á fund-
inum var eftirfarandi samkvæmt boðaðri dagskrá (orðrétt);
1) Professional indemnity insurance
2) Legal status of the profession in the respective countries
3) Eurlng interaction with the legal status
4) The main events that have occurred in each country since 1993
5) Financial problems in each country
Meðal þess sem fram kom og gæti verið til umhugsunar fyrir okkur er eftirfarandi:
a) í Danmörku eru félagsgjöld tækni- og verkfræðinga frádráttarbær frá skatti.
b) í sumum löndum (t.d. Grikklandi) eru aðildargjöldin aðeins hluti (20-40%) af heild-
artekjum félaganna.
c) í Svíþjóð eru 4.500 verkfræðingar án atvinnu.
d) í Bretlandi eru 200.000 meðlimir í verkfræðingafélögum. A hverju ári bætast við
20.000 nýir verkfræðingar.
e) Ný lög í írlandi: „Health and safety at the workplace".
f) Tvær vísitölur til ath. fyrir TFÍ og VFÍ:
i) Fjöldi nýútskrifaðra á ári sem hlutfall af núverandi heildarfjölda í stétt.
ii) Hlutfall aðildargjalda af heildartekjum félags.
Mörg mál voru til umijöllunar á fundunum önnur en þau sem hér hefur verið greint frá.
Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá undirrituðum eða á skrifstofu félaganna í Verkfræðinga-
húsi.
Guðleifur M. Kristmundsson, form. íslandsnefndar FEANI (sign.)
3 Eftirlitsnefnd FEANI
Fédération Européenne d’Associations Nationales d’lngénieurs (FEANI)
3.1 Störf eftirlitsnefndar FEANI
Evrópusamtök tækni- og verkfræðinga, FEANI, hafa skipað eftirlitsnefndir (National
Monitoring Committee) í hverju aðildarlandi samtakanna. Hlutverk þessara nefnda er að íylgj-
ast með hálskólanámi til að sjá hvort skólarnir uppfylli kröfur þær sem samtökin gera til
tækniskóla sem þau viðurkenna og að fara yfir umsóknir um skráningu manna hjá FEANI á
grundvelli menntunar og um EUR-ING titilinn. í nefndinni eiga sæti tveir fulltrúar frá
Tæknifræðingafélagi íslands og tveir frá Verkfræðingafélagi íslands. Eftirtaldir eiga nú sæti í
nefndinni:
Verkfræðingafélag Islands: Jón Vilhjálmsson, form. Egill Skúli Ingibergsson
Tæknifræðingafélag Islands: Daði Agústsson Frosti Bergsson