Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1998, Blaðsíða 308
306 Ritrýndar greinar
Tafla 1 sýnir efnainnihald vatns á þeim stöðum sem prófanir voru gerðar. Á tveimur
stöðum er jarðhitavatn af mismunandi uppruna og á þriðja staðnum er upphitað ferskvatn frá
Nesjavöllum. Jarðhitavatnið er rrkt af kísil og hefur pH 9,5- Upphitaða vatnið frá Nesjavöll-
um hefur hins vegar lágt kísilinnihald, pH 8,5 og hærra innihald af magnesíum og kalsíum.
Samkvæmt vikulegum mælingum Hitaveitu Reykjavíkur er magn uppleysts súrefnis hverf-
andi (<0,003 mg/1), en allar þrjár valnsgerðir eiga það sameiginlegt að innihalda töluvert
magn af brennisteinsvetni (0,2-0,8 ppm).
Jarðhitavatn Upphitað ferskvatn
Árbær Bolholt Seljahverfi
Hitastig, °C 80 80 80
pH (25°C) 9,6 9,5 8,5
Uppleyst súrefni, mg/1 <0,003 <0,003 <0,003
Súlfíð, mg/1 0,2-0,9 0,5-0,7 0,2-0,4
Karbónat (C02), mg/l 23 17,5 36,5
Kísill, mg/1 96 150,2 20,9
Natríum, mg/1 47 70,3 9,4
Kalíum, mg/1 1 3,5 1,1
Kalsíum, mg/1 1,5 3,7 8,6
Magnesíum, mg/1 0,01 <0,005 5,0
Súlfat, mg/1 19 28,7 12,1
Klóríð, mg/1 14 55,6 8,0
Leiðni, mS/cm (25°C) 200 345 129
Tafla 1 Efnainnihald vatns á prófunarstöðum í dreifikerfi Hitaveitu Reykjavíkur [9].
Niðurstöður
Koparrör: Tæring koparröranna er jöfn og engin merki straumtæringar við straumhraðann
1,6 m/s. Upprunaleg veggþykkt röranna var um 1 mm og mælist nú um 0,94-0,98 í jarðhita-
vatninu og 0,92-0,95 í upphitaða ferskvatninu. Samfelld húð af koparsúlfíði (Cu2S) hefur
myndast innan á rörunum á öllum þremur stöðum. Myndir 1 og 2 sýna tæringu kopars og
koparsúlfíð-útfellingar í annars vegar jarðhitavatni og hins vegar upphituðu ferskvatni. Kop-
Mynd 1 Tœring kopars (jarðhitavatni eftir
12 mánuði í Bolholti. Cu2S-útfellingar með
þykkt 0,02-0,05 mm. Stœkkun X150.
Mynd 2 Tœring kopars í upphituðu ferskvatni
eftir 12 mánuði í Seljahverfi. Cu2S-útfellingar
með þykkt 0,2-0,3 mm. Stœkkun X40.