Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1998, Blaðsíða 340
338 Tækni- og vísindagreinar
Upplýsingar um tíðni eldinga á tilteknum svæðum eru gagnlegar fyrir ýmsa aðila, ekki
síst rafveitur, fjarskiptafyrirtæki og flugmálayfirvöld. Nákvæmar mælingar á tíðni, dreifingu
og styrk eldinga hafa einnig vísindalegt gildi m.a. í veðurfræði. I þessari grein er sagt frá
uppsetningu á búnaði til mælinga og skráningar á niðurslætti eldinga til jarðar hér á landi í
samvinnu nokkurra fyrirtækja og fjallað um fyrstu niðurstöður þessara mælinga. Á þeim
stutta tíma sem þessar mælingar hafa staðið yfir hefur komið í Ijós að tíðni eldinga á Islandi
hefur verið vanmetin. Nú þegar liggja fyrir upplýsingar sem sýna að á mörgum svæðum
landsins er fjöldi þrumudaga mun meiri en áður var talið. Auk þess eru vísbendingar um að
tíðni jákvæðra eldinga sé meiri og straumstyrkur hærri en algengt er annars staðar.
Fyrri athuganir
I alþjóðlegum fagritum um raforkumál hafa birst greinar sem fjalla um líkur á niðurslætti
eldinga í raflínur og truflanir af þeim sökum, ásamt kortum sem sýna áætlaða tíðni eldinga
á mismunandi svæðum jarðarinnar. Samkvæmt þessum gögnum er gert ráð fyrir einum
þrumudegi á ári á Islandi að jafnaði [4). Þessar upplýsingar verður þó að túlka með varúð
enda hafa beinar mælingar ekki verið gerðar á niðurslætti eldinga til jarðar nema á tiltölu-
lega afmörkuðum svæðum. Á síðustu árum hefur þekking manna þó aukist til muna eftir að
athuganir á eldingum hófust með hjálp gervihnatta.
Á árinu 1984 var fjallað um mælingar á eldingum á fundum hjá Nordel, samstarfsvett-
vangi Norðurlandanna í raforkumálum. Rætt var um að koma á fót norrænu samstarfsverk-
efni á þessu sviði. Norræna ráðherranefndin ákvað að veita styrk til verkefnisins og var öllum
löndunum boðið til þátttöku í því. Gísli Júlíusson, þáverandi yfirverkfræðingur hjá Lands-
virkjun, sendi fulltrúum íslands í Nordel minnisblað um 63. fund áætlunarnefndar Nordel,
sem haldinn var 3.-4. október 1984, þar sem þetta mál var tekið fyrir og mælti Gísli með því
að Island tæki þátt í verkefninu. Því var hafnað og fór samstarfsverkefnið af stað án þátttöku
Islands, en til undirbúnings þess var varið sem svarar um 800.000 dönskum krónum.
Veðurstofa Islands hefur safnað upplýsingum um eldingar um áratuga skeið. Árið 1990
var gert nýtt þrumudagakort af landinu sem nær yfir athuganir á 40 ára tímabili, þ.e.
1950-1989, á athugunarstöðvum Veðurstofunnar [1]. Sé tekið mið af þessu korti má geraráð
fyrir að þrumudagar hér á landi séu heldur fleiri að jafnaði en áður hafði verið talið. Jafn-
framt gefur kortið til kynna að stór svæði landsins séu svo til laus við eldingar.
Samstarfssamningur um eldingamælingar
Hinn 30. ágúst 1996 undirrituðu átta fyrirtæki, þ.e. Flugmálastjórn, Landsvirkjun, Póstur og
sími, Rafmagnseftirlit ríkisins, Rafmagnsveita Reykjavíkur, Rafmagnsveitur ríkisins, Sam-
band íslenskra tryggingarfélaga og Veðurstofa íslands, samstarfssamning um mælingar á
eldingum og rannsóknir í tengslum við þær. Tvö þessara fyrirtækja, Póstur og sími og Raf-
magnseftirlit ríkisins, hafa horfíð af sviðinu í sinni fyrri mynd en Landssími Islands og Lög-
gildingarstofa hafa tekið við skuldbindingum þeirra.
Megininntak samningsins, sem er til þriggja ára, er öflun búnaðar til mælinga á
niðurslætti eldinga til jarðar, rekstur hans ásamt skráningu á mælingum og túlkun á niður-
stöðum. Umsjón verkefnisins er í höndum þriggja manna stjómar en hana skipa nú þeir